fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rússar kaupa mikið magn skotfæra frá Norður-Kóreu að sögn Bandaríkjamanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 20:00

Einræðisherrarnir Kim Jong-un og Vladímír Pútín þegar þeir hittust fyrir þremur árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn segja að Rússar eigi í vandræðum með að verða sér úti um flugskeyti og önnur skotfæri til að nota í Úkraínu. Af þeim sökum eru Rússar nú að sögn að semja við Norður-Kóreu um kaup á fjölda flugskeyta og skotfæri í fallbyssur.

Þetta herma upplýsingar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa aflað. The Guardian skýrir frá þessu og segir að ónafngreindur bandarískur embættismaður hafi sagt að sú staðreynd að Rússar snúi sér nú til Norður-Kóreu sýni að rússneski herinn eigi í vandræðum vegna alvarlegs birgðaskorts í Úkraínu. Þessi birgðaskortur sé að hluta til kominn vegna útflutningsbanns og efnahagslegra refsiaðgerða.

The New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn telji hugsanleg að Rússar muni snúa sér til Norður-Kóreu aftur til að kaupa meiri búnað fyrir herinn.

Nýlega bárust fregnir af því að Rússar hefðu fengið íranska dróna til að nota í stríðinu í Úkraínu.

Norður-Kórea hefur reynt að styrkja böndin við Rússland en flest Evrópuríki og önnur vestræn ríki hafa snúið baki við Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk