fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Ferðamálastjóri sakaður um einelti og ofbeldi – Rannsókn í gangi í ráðuneytinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 11:02

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Ferðamálastofu, einn núverandi og tveir fyrrverandi, hafa leitað til menningar- og viðskiptaráðuneytisins með kvartanir á hendur ferðamálastjóra fyrir ótilhlýðilega stjórnarhætti, ofbeldi og einelti. Ferðamálastjóri er Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Þessar upplýsingar koma fram í tölvupósti sem Helena Karlsdóttir, forstöðumaður á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu, hefur sent á starfsfólk stofnunarinnar.

Í póstinum kemur fram að Skarphéðinn vilji halda ákveðinni fjarlægð frá málinu og því hafi hann falið Helenu að upplýsa starfsfólk um stöðu mála. Er boðað að ráðgjafar frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu muni ræða við starfsfólk vegna rannsóknarinnar. Ráðuneytið vinnur samkvæmt stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

DV hafði samband við Skarphéðinn Berg Steinarsson vegna málsins. Hann segist, að beiðni ráðuneytisins, ekki getað tjáð sig um þessar kvartanir efnislega en hann hafi svarað fyrirspurnum ráðuneytisins um málið. Segir Skarphéðinn að það sé vægt til orða tekið að hann sé ósammála innihaldi kvartananna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði

Fimm tré rifnuðu upp með rótum í storminum á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur vændiskaupandi – „Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu“

Íslenskur vændiskaupandi – „Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Snær var aðeins 12 ára gamall þegar sérsveitin yfirbugaði hann í fyrsta skipti – „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina“

Sindri Snær var aðeins 12 ára gamall þegar sérsveitin yfirbugaði hann í fyrsta skipti – „Ég trúði því ekki þegar ég sá lögreglumennina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás við Norðlingaskóla í gærkvöldi

Líkamsárás við Norðlingaskóla í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd

Kæru vegna meintra brota Sigurðar Inga á siðareglum vísað frá – Mótmæli bókuð í forsætisnefnd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkamálið: Sá sem var handtekinn við Holtasmára var tekinn höndum viku fyrr en sleppt úr haldi

Hryðjuverkamálið: Sá sem var handtekinn við Holtasmára var tekinn höndum viku fyrr en sleppt úr haldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elti uppi þjóf og náði af honum farsíma og þvottaefni

Elti uppi þjóf og náði af honum farsíma og þvottaefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Játning á byrlun og símastuldi kemur fyrir í greinargerð saksóknarara

Játning á byrlun og símastuldi kemur fyrir í greinargerð saksóknarara