fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ferðamálastjóri sakaður um einelti og ofbeldi – Rannsókn í gangi í ráðuneytinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 11:02

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Ferðamálastofu, einn núverandi og tveir fyrrverandi, hafa leitað til menningar- og viðskiptaráðuneytisins með kvartanir á hendur ferðamálastjóra fyrir ótilhlýðilega stjórnarhætti, ofbeldi og einelti. Ferðamálastjóri er Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Þessar upplýsingar koma fram í tölvupósti sem Helena Karlsdóttir, forstöðumaður á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu, hefur sent á starfsfólk stofnunarinnar.

Í póstinum kemur fram að Skarphéðinn vilji halda ákveðinni fjarlægð frá málinu og því hafi hann falið Helenu að upplýsa starfsfólk um stöðu mála. Er boðað að ráðgjafar frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu muni ræða við starfsfólk vegna rannsóknarinnar. Ráðuneytið vinnur samkvæmt stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

DV hafði samband við Skarphéðinn Berg Steinarsson vegna málsins. Hann segist, að beiðni ráðuneytisins, ekki getað tjáð sig um þessar kvartanir efnislega en hann hafi svarað fyrirspurnum ráðuneytisins um málið. Segir Skarphéðinn að það sé vægt til orða tekið að hann sé ósammála innihaldi kvartananna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“