fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
FréttirPressan

WHO hvetur ríki heims til að hætta með ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 18:00

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hvetur ríki heims til að láta af ferðatakmörkunum vegna heimsfaraldursins. Þær felast til dæmis í því að í mörgum ríkjum verður að framvísa bólusetningarvottorði, vottorði um afstaðið smit eða niðurstöðu úr sýnatöku til að komast inn í landið.

Segir WHO að þessar takmarkanir séu ekki nægilega áhrifaríkar til að stöðva útbreiðslu Ómíkronafbrigðis veirunnar. The Guardian skýrir frá þessu.

WHO segir að þessar takmarkanir bæti enn á „efnahagslegt og félagslegt álag í sumum ríkjum“ og þær geti komið í veg fyrir að ríki tilkynni um ný afbrigði veirunnar.

WHO mælir því með því að ef takmarkanir séu viðhafðar þá verði þær byggðar á ákveðnu hættumati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa