fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þriðja málið tengt Helga sagt hafa verið til umfjöllunar hjá Ferðafélagi Íslands

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 15. nóvember 2021 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jóhannesson, fyrrum yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, sagði af sér úr stjórn Ferðafélags Íslands á fimmtudaginn. Fréttir af því bárust í kjölfar þess að Stundin greindi frá því að starfslok Helga hjá Landsvirkjun hafi átt sér stað í kjölfar áminningar um ótilhlýðilega háttsemi í garð samstarfskonu.

Nú hefur Stundin greint frá því að mál tengt Helga og konu, sem í dag er þrítug, hafi komið inn á borð félagsins áður en starfslok Helga hjá Landsvirkjun rötuðu í fjölmiðla.

Stundin hefur heimildir fyrir því að umrætt mál hafi átt sér stað fyrir um áratug síðan þegar konan var tæplega tvítug.  Þar kemur fram að konan hafi í tvígang fundað með forsvarsmönnum Ferðafélagsins vegna málsins og greint þeim frá sinni hlið mála og samskiptum við Helga. Mun málið meðal annars lúta að kynferðislegri áreitni.

Forseti Ferðafélagsins, Anna Dóra Sæþórsdóttir, sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna eða stjórnarmanna þegar Stundin leitaði viðbragða en sagði þó að slík mál væru meðhöndluð í samræmi við viðbragðsáætlun félagsins.

DV greindi á laugardag frá færslu lögmannsins Telmu Halldórsdóttur á Facebook þar sem hún rifjaði upp metoo-sögu sem hún ritaði árið 2017 fyrir hönd vinkonu sinnar sem lenti í kynferðislegri áreitni á vinnustað og var rekin úr starfi þegar hún leitaði til yfirmanna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV mun Helgi vera meintur gerandi í málinu.

Sjá einnig: Þetta er #metoo sagan sem sögð er fjalla um fráfarandi yfirlögfræðing Landsvirkjunar – „Gerðu lítið úr henni, sögðu hana athyglissjúka og ljúga“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“