fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Fréttir

Vinna að lækkun hámarkshraða í íbúðahverfum borgarinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 07:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust bað Reykjavíkurborg íbúðaráð borgarinnar um umsögn um hámarkshraðaáætlun og nú er verið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Tillögurnar snúast um að lækka hámarkshraðann inni í hverfum úr 60 niður í 50 og úr 50 niður í 40 eða 30. Til dæmis er lagt til að hámarkshraðinn á Borgavegi í Grafarvogi fari úr 50 niður í 40 og í Vesturbergi í Breiðholti úr 50 niður í 30.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formanni skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, að verið sé að skoða hraðalækkandi aðgerðir um alla borg og að hún vonist til að þær verði samþykktar fyrir áramót.

Sigurborg var Andrési Inga Jónssyni, þingmanni utan flokka, innan handar við gerð frumvarps hans um lækkun hámarkshraða en frumvarpið hefur verið talsvert rætt í samfélaginu. Fréttablaðið hefur eftir Sigurborgu að tillaga Andrésar snúi að lagarammanum sjálfum svo ekki sé sjálfgefið að götur í þéttbýli séu með 50 km hámarkshraða heldur 30. „Svo líka að það sé á ávallt á forræði sveitarfélaga að ákvarða hámarkshraða í þéttbýli, ekki Vegagerðarinnar. Nágrannaþjóðir okkar eru að lækka viðmiðunarhraðann í þéttbýli, síðan er það sveitarfélaga að rökstyðja breytingar á því,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“
Fréttir
Í gær

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar