fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jói Fel opnar sig um gjaldþrotið á Selfossi: „Ákveðið að skella í lás“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2019 19:00

Jói Fel, einnig þekktur sem Jóhannes Felixson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV sagði frá fyrr í dag þá er búið að úrskurða bakaríið Guðni bakari á Selfossi gjaldþrota og var það gert 26. ágúst síðastliðinn samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, festi kaup á Guðna bakara og bakaríinu Kökuvali á Hellu árið 2017, en Kökuvali hefur einnig verið lokað þó fyrirtæki sem heldur utan um rekstur bakarísins hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Jói Fel segir í samtali við DV að hann hafi verið helmingseigandi í bakaríinu á Selfossi og ítrekar að sá rekstur sé ótengdur rekstri Jóa Fel á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann rekur fjölmörg bakarí.

„Aðrir sáu um að reka bakaríið og var það alveg ótengt bakaríi Jóa Fel hér í bænum,“ segir Jói í samtali við DV. „Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ bætir hann við.

Því er ljóst að rekstur Jóa Fel á höfuðborgarsvæðinu er ekki í hættu samfara gjaldþroti Guðna bakara. Samtals störfuðu um tuttugu manns hjá Guðna bakara og Kökuvali, en eins og áður segir er óvíst um framtíð Kökuvals á Hellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis