fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fréttir

Tveir þungavigtarmenn hættir á Fréttablaðinu – „Ég hætti í vinsemd og virðingu”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2019 12:43

Mynd af Sveini tók Daníel Starrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Skaftadóttir ritstjóri og Sveinn Arnarsson, atkvæðamikill blaðamaður á Fréttablaðinu, hverfa bæði frá Fréttablaðinu. Ólöf sagði upp í ágústmánuði en Sveinn tilkynnti í dag að hann muni hætta störfum í lok mánaðar.

Eins og kom fram í fréttum í morgun hefur félag í eigu Helga Magnússonar keypt hlut 365 í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, og framundan er sameining Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbraut. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar. Hvorugur þeirra er blaðamaður. Orðrómur er um að Kristjón  Kormákur Guðjónsson, ritstjóri vefs Hringbrautar og fyrrverandi ritstjóri DV, taki við ritstjórastöðu á Fréttablaðinu.

Sveinn Arnarsson baðst undan viðtali við DV og vildi ekki gefa upp hvort honum hefði verið sagt upp eða hvort hann láti af störfum að sjálfsdáðum. Hann sagði þó við DV:

„Ég hætti í vinsemd og virðingu við bæði núverandi og fyrrverandi eigendur.”

Hann birti ennfremur tilkynningu á Facebook um yfirvofandi starfsflok sín þar sem meðal annars kemur fram að hann hafi unnið ómælda ólaunaða yfirvinnu hjá Fréttablaðinu. Pistillinn er svohljóðandi:

„Breytingar eru í vændum á Fréttablaðinu. Nýtt fólk sest í bílstjórasætin og til verða nýjar og breyttar áherslur. Ég hef setið inni á ritstjórn sem útvörður í norðri síðan í apríl 2014.

Í ljósi þess að fréttir af breytingum á Fréttablaðinu hafa verið gerðar opinberar finnst mér rétt að segja ykkur að ég mun ljúka störfum á blaðinu í lok mánaðar. Veru minni á eldhúsborðinu heima sem blaðamaður er að ljúka.

Fólkið sem ég hef kynnst og fengið að vinna með þessi tæp 6 ár er mér ofarlega í huga við þessi tímamót. Ofboðslega mikið af hæfileikariku fólki vinnur við íslenska fjölmiðlun við bág kjör og vinnur myrkranna á milli fyrir okkur hin. Fagmennskan á íslenskum ritstjórnum er í raun ótrúlegt miðað við hvað fæst fyrir það. Fyrir það eigum við að þakka.

Ég er stoltur af mínu litla framlagi til upplýstrar umræðu síðustu ár. Geng ég sáttur og þakklátur upp úr stólnum.

Að endingu vil ég þakka konunni minni fyrir botnlausa þolinmæði þegar vinnudagarnir heima (sem voru maaaaargir) teygðu sig langt fram á kvöld án þess að nokkuð hafi verið greitt fyrir það aukalega.”

Margir reyndir blaðamenn hafa látið af störfum hjá Fréttablaðinu undanfarna mánuði og nokkrir nýir verið ráðnir. Meðal þeirra sem hafa hætt eru Sigurður Mikael Jónsson, Baldur Guðmundsson og Kjartan Hreinn Njálsson. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi lét enn fremur af störfum nýlega. Meðal blaðamanna sem nýlega hafa hafið störf á Fréttablaðinu eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Ari Brynjólfsson. Þeir koma allir frá DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni

Spáir fjölgun ferðamanna á næstunni
Fréttir
Í gær

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans
Fréttir
Í gær

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga

Ökumaður sofnaði undir stýri og barn féll niður stiga
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn

Héraðssaksóknari leitar að manni sem sagður er hafa ráðist á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic

Icelandair tengir leiðakerfi sitt við airBaltic
Fréttir
Í gær

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins