fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári er búinn að sjá Jókerinn: Frjálslyndir þola ekki sjá hana

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, einn helsti hugmyndafræðingur vinstri-stefnunnar á Íslandi í seinni tíð, er loksins búinn að Jókerinn og tjáir sig um myndina á Facebook. Á Íslandi, ólíkt Vestanhafs, hafa vinstrimenn eina helst lofað myndina.

Sjá einnig: Eiríkur hæstánægður: Aldrei verið jafn erfitt að vera utangarðs – „Ég er trúður“

Gunnar Smári segir Jókerinn magnaða mynd. „Jókerinn er magnað fyrirbrigði; mynd um stéttaátök frá Hollywood … ég er enn að melta þetta. Þau einu sem kvarta yfir innihaldsleysi myndarinnar eru einhverjir páfar sem tilheyra hinni svokölluðu frjálslyndu miðju,“ skrifar Gunnar Smári.

Myndin hefur fengið misjafna dóma en Gunnar Smári telur sig vita ástæðuna fyrir því. „Þeir þola ekki að sjá heiminum stillt upp sem stéttaátökum, vita að ef svo er þá eru þeir í liði með auðvaldinu. Þessi framsetning truflar ekki venjulegt fólk, það fagnar því að Hollywood sýnir loks heiminn eins og hann er,“ segir hann.

Gunnar tjáir sig jafnframt um myndina í athugasemdum við færslu Björns Þorlákssonar á Facebook. Björn skrifar á sínu síðu: „Joker er harmsaga um ferðalag utangarðsmanns frà órétti og sjálfsvörn til sturlunar og illsku. Hún er listræn, persónusköpunin af evrópskum gæðatoga, tónlist Hildar er stórbrotin og leikur eins og best getur orðið. Ég gekk hryggur og snortinn út úr bíóhúsi í kvöld. Þetta er mun stærra verk en sem nemur pólitísku pungsparki í kapítalismann,“ skrifar Björn.

Gunnar Smári svarar þessu: „Ég upplifði þetta ekki sem pungspark, er ekki merkingin óþverrabragð sem andstæðingur er varnarlaus fyrir? Það sem er sérstakt við Jókerinn að hún er amerísk blockbustermynd sem sviðsett er innan kapítalismans eins og hann er og virkar á meginþorra fólks, verst náttúrlega á þá sem veikast standa eins og sögupersóna myndarinnar og þau sem hann umgengst. Það er ekki óþverrabragð að segja hverja sögu eins og hún er, myndin fjallar um fólk sem kapítalisminn sparkar í punginn á kvölds og morgna, alla daga ársins.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu