fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fordæma að Jóhannes sé enn starfandi: „Hvar er lögreglan? Hvar er réttlætið?“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þolendur meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, fordæma að hann fái enn að starfa óáreittur í yfirlýsingu. Eins og DV hefur áður greint frá þá hafa á þriðja tug kvenna sakað Jóhannes um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hann meðhöndlaði þær.

Við, þolendur Jóhannesar, undrumst vinnubrögð lögreglu og réttarkerfisins í heild sinni. Við fordæmum það að maður sem hefur verið kærður af mörgum konum fái enn þann dag í dag að standa óáreittur og taka við kúnnum á stofunni sinni! Hvar er lögreglan? Hvar er réttlætið? Maður getur ekki annað en spurt sig að því hvern kerfið er eiginlega að vernda? Við erum sárar og reiðar og okkur finnst það tæplega hagsmunir almennings að láta ástandið viðgangast með mögulegri fjölgun þolenda. Við viljum að hann sé stoppaður áður en þolendahópurinn stækkar. Hvað þurfa fórnarlömbin að verða mörg til að eitthvað sé gert?

Jóhannes rekur fyrirtækið Postura sem sérhæfir sig í að lagfæra verki í stoðkerfi. Hann er hvorki eiginlegur hnykkjari né sjúkranuddari og tilheyrir engu fagfélagi.

Haraldur Magnússon, formaður Osteópatafélags Íslands, sagði í samtali við blaðamann DV í október að allir í bransanum hefðu heyrt um Jóhannes, en það væri ekki hægt að stöðva hann þar sem hann tilheyrir ekki löggildri heilbrigðisstétt sem þarf að svara til Landlæknis. Alma D. Möller, landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið, að starfsemi á borð við Postura geti verið lúmsk og ófyrirséð.

„Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu. Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“

Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður þolenda Jóhannesar, sagði í samtali við Fréttablaðið í mars, að henni finnist alvarlegt að Jóhannes hafi ekki verið stöðvaður. Hún sagðist hafa greint lögreglu frá konu sem nýlega hafi sakað Jóhannes um brot. Brot sem átti sér stað á meðan lögregla rannsakaði önnur mál gegn honum.

Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta brot hefði lögreglan stöðvað manninn strax í upphafi, enda lá þá strax fyrir rökstuddur grunur um að hann hefði brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna. Síðan er liðið hálft ár og maðurinn er enn að störfum svo best við vitum, sagði Sigrún í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvernig unnið er að kynferðisbrotamálum innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar og maður veltir fyrir sér hvað þurfi til þess að maður, sem virðist stöðugt vera að brjóta á konum og jafnvel á meðan rannsókn stendur yfir, sé hnepptur í gæsluvarðhald.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips