fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Fréttir

Kerfið svarar: Neita því að Tómas hafi verið rekinn og neita tilvist neyslurýma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 09:40

Svona er aðkoman á salernum sem bíður starfsmanna á morgnana

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Notendur neyðarskýlis fyrir karlmenn eru flestir með alvarlegan vímuefnavanda og flóknar þarfir. Það hefur því verið lögð áhersla á að vinna eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og batamiðaðrar þjónustu.  Skaðaminnkandi inngrip svo sem förgun á notuðum búnaði og afhending á hreinum búnaði er gríðarlega mikilvægt samfélagsmiðað forvarnarstarf,“ segir í svari Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða við spurningum DV um Gistiskýlið við Lindargötu.

Eins og komið hefur fram í fyrri umfjöllun DV eru starfsmenn mjög óánægðir með að þar séu starfrækt sjö neyslurými fyrir sprautufíkla og segja þeir að ágangur sprautufíkla valdi því að aðrir notendur skýlisins eigi mjög undir högg að sækja. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir starfsemina ólöglega og hefur hann kallað eftir aukafundi í borgarráði vegna ástandsins í gistiskýlinu. Tómas Jakob Sigurðsson steig fram í þessari umfjöllun. Hann tjáði síðan DV að honum hefði verið sagt upp störfum munnlega í kjölfar umfjöllunar DV og sagt að hann ætti ekki að mæta til vinnu á mánudag. Er hann kallaði eftir skriflegri uppsögn var honum tjáð að hann ætti að mæta til fundar hjá Velferðarsviði á mánudagsmorgun kl. 8.

Um þetta segir hins vegar í svari Þjónustumiðstöðvar til DV:

„Mikilvægt er að leiðrétta það sem kom fram í frétt DV um að starfsmanni hafi verið sagt upp starfi.  Sú frétt er röng.  Eins og kemur fram í frétt DV er mikilvægt að skoða allan aðbúnað og öryggisáætlanir bæði starfsmanna og gesta í Gistiskýlinu og verður það unnið frekar í samvinnu við starfsmenn.“

Margt í svari þjónustumiðstöðvarinnar virðist stangast á við fullyrðingar Baldurs og Tómasar í umfjöllun DV um gistiskýlið. Tilvist neyslurýma er áfram afneitað. Skal því haldið til haga að Baldur hefur kynnt sér rekstur skýlisins af eigin raun og Tómas starfar þar. Umfjöllunin er hér

Svar þjónustumiðstöðvarinnar til DV er í held eftirfarandi:

„Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða (ÞVMH) harmar umfjöllun DV um aðbúnað starfsmanna og gesta í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa karlmenn með fjölþættan vanda.  Notendur neyðarskýlis fyrir karlmenn eru flestir með alvarlegan vímuefnavanda og flóknar þarfir. Það hefur því verið lögð áhersla á að vinna eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og batamiðaðrar þjónustu.  Skaðaminnkandi inngrip svo sem förgun á notuðum búnaði og afhending á hreinum búnaði er gríðarlega mikilvægt samfélagsmiðað forvarnarstarf.  Til að mynda dregur það úr útbreiðslu smitsjúkdóma og þeim skaða sem vímuefnanotkun veldur notendum og samfélaginu í heild.  Í samstarfi við Rauða Krossinn og Frú Ragnheiði er starfsmönnum boðið á fræðslu um skaðaminnkandi hugmyndafræði. 

Leitast er eftir að bjóða þeim sem þurfa á þjónustu að halda upp á umhverfi sem dregur úr líkum á átökum.  Starfsmenn fari ekki inn í aðstæður sem er hættulegar þeim eða öðrum.  Ef upp koma aðstæður sem eru taldar geta ógnað öryggi starfsmanna eða gesta þá er leitað etir aðstoð lögreglu.  Lögreglan hefur verið viðbragðsfljót gagnvart beiðnum sem koma frá starfsmönnum neyðarskýlisins.   Einnig hefur verið gripið til þess að fjölga starfsmönnum þegar óskir um gistingu fara yfir viðmiðunarfjölda. 

Reykjavíkurborg hefur átt í samtali við heilbrigðisráðuneytið um aðkomu að rekstri neyslurýmis fyrir íbúa sem nota vímuefni um æð en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um þátttöku borgarinnar.  Neyðarskýli Reykjavíkurborgar sinnir ekki hlutverki neyslurýmis þar sem þar er eingöngu verið að tryggja heimilislausum einstaklingum örugga næturgistingu. Áætlað er að opna nýtt neyðarskýli á árinu fyrir unga karla sem nota vímuefni um æð og vonir standa til að neyslurými verði opnað um svipað leyti í  samvinnu við ríkið.

Mikilvægt er að leiðrétta það sem kom fram í frétt DV um að starfsmanni hafi verið sagt upp starfi.  Sú frétt er röng.  Eins og kemur fram í frétt DV er mikilvægt að skoða allan aðbúnað og öryggisáætlanir bæði starfsmanna og gesta í Gistiskýlinu og verður það unnið frekar í samvinnu við starfsmenn. 

Stýrihópur á vegum velferðarráðs vinnur að mótun nýrrar stefnu í málefnum heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir sem lögð verður fyrir ráðið 24. apríl nk.  Með stefnunni fylgir aðgerðaráætlun sem kveður á um úrbætur í málaflokknum.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís
Fréttir
Í gær

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert djamm í kvöld – Öllum pöbbum höfuðborgarsvæðisins lokað

Ekkert djamm í kvöld – Öllum pöbbum höfuðborgarsvæðisins lokað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Takmarkanir verða hertar á pöbbum Reykjavíkur

Takmarkanir verða hertar á pöbbum Reykjavíkur