fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Segir brotið tvisvar gróflega á 16 ára stúlku á Vogi: Bauð stúlkunni eiturlyf í áfengismeðferð

Sagður hafa boðið barninu eiturlyf gegn kynlífsgreiðum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 5. mars 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotið var með grófum hætti á 16 ára stúlku í tvígang um þar síðustu helgi á sjúkrahúsinu Vogi samkvæmt heimildum DV. Stúlkan hafði leitað skjóls hjá Vogi til að takast á við áfengis- og eiturlyfjafíkn en fullorðinn karlmaður sem einnig var sjúklingur liggur undir grun um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi tvo daga í röð.

Á borði lögreglunnar

Samkvæmt heimildum DV er málið nú á borði lögreglu og hefur stúlkan farið í skýrslutöku. Þá hefur Barnavernd einnig verið upplýst um frásögn stúlkunnar. Upp komst um málið í byrjun síðustu viku og var þá hinum fullorðna einstaklingi vísað strax úr meðferðinni. Hefur verið tekið af hörku á málinu á sjúkrahúsinu en á upptökum úr öryggismyndavélum má sjá að maðurinn var í samskiptum við stúlkuna og fór með hana afsíðis. Þá hefur DV staðfest frá Vogi að meint brot hafi átt sér stað.

Heimildir DV herma að hinn fullorðni karlmaður hafi boðið barninu eiturlyf gegn kynlífsgreiðum og nýtt sér afls og aldursmun til að brjóta á barninu.

Ætlar að halda áfram

Á Vogi er meðferð fyrir unglinga og fullorðna. Unglingarnir eru á deild sem oft er nefnd bangsadeildin og eru svefnálmur aðskildar. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hinir fullorðnu hafa greiðan aðgang að unglingunum. Hinir fullorðnu fíklar og unglingarnir nota sama reykingarsvæði, borða í matsalnum og þá sitja þau sömu fyrirlestra.

Stúlkan hefur átt mjög erfitt undanfarin ár en er staðráðin í að ná tökum á lífi sínu og ætlar að halda áfram í meðferðinni sem SÁÁ býður uppá þrátt fyrir að brotið hafi verið á henni á þeim stað sem hún fór á til að sækja hjálp. Hún hefur verið flutt á annan stað til þess að halda meðferðinni áfram.

Fyrirkomulagið gagnrýnt

Það hefur lengi verið umdeilt að börn og unglingar undir 18 ára aldri séu vistaðir á Vogi. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hafa gagnrýnt SÁÁ vegna þessa. Þá vakti athygli þegar þrjár ungar konur stigu fram og tóku undir þessa gagnrýni og sögðu ekki hægt að koma í veg fyrir samneyti barna og fullorðinna á Vogi.

Glódís Tara Fannarsdóttir, Súsanna Sif Jónsdóttir og Þóra Björg Sigríðardóttir eiga allar langa neyslusögu að baki. Allar hafa þær dvalið á Vogi á einhverjum tímapunkti og eru sammála um að það bjóði hættunni heim að blanda saman sjúklingum af mismunandi aldri og af báðum kynjum inn á meðferðarstofnuninni:

„Það er rosalega mikið um það að eldri menn sæki í ungar stúlkur, eða þá að þessar ungu stúlkur sem eru að koma þarna inn úr neyslu séu að leita að hlýju hjá þessum mönnum” sagði Glódís Tara Fannarsdóttir í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum. Þóra Björg Sigríðardóttir tók í sama streng og sagði: „Þegar við komum þarna inn, brotnar úr neyslu, þá viljum við oft ekki horfa inn á við; á vandann hjá okkur sjálfum. Þá flýjum við vandann þegar einhver sýnir okkur athygli og þá fer öll einbeitingin yfir á hinn aðilann.“ Kristín Pálsdóttir stjórnakona í Rótinni sagði í sama þætti:

„Ef við skoðum þetta annars staðar í heilbrigðiskerfinu þá náttúrulega tíðkast þetta ekki. Landspítalinn er náttúrulega með mjög ákveðna skiptingu; þeir eru með barna og unglingageðdeild, þeir eru með barnaspítala og öll meðferð barna fer fram inn á þar tilgerðum stofnunum fyrir börn. Og það er ekki að ástæðulausu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“