fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Birgir í Dimmu hvetur tónlistarfólk til að sniðganga Eurovision

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fram kom í fréttum fyrr í dag er nú hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019, sem haldin verður í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019.

Sitt sýnist hverjum um hvort Ísland eigi að taka þátt í keppninni í ár og einn af þeim sem finnst Ísland ekki eiga að taka þátt er Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hvetur hann tónlistarfólktil að hugsa sig vel um áður en það sendir lög í keppnina.

„Ég tek það fram að mér finnst þessi keppni almennt séð góð og skemmtileg og hún hefur vissulega gefið fólki stökkpall inn í sinn feril. Ekkert nema gott um það að segja sem slíkt,“ segir Biggi.

„Ákvörðun stjórnvalda í Ísrael að hætta við að halda keppnina í Jerúsalem er hinsvegar eingöngu tilkomin vegna þrýstings og mótmæla frá listafólki og öðrum. Það er því ljóst að þessi mótmæli hafa áhrif og það er því hægt að senda mun sterkari skilaboð með því að sitja hjá þetta árið og láta yfirbragð keppninnar þar með verða með öðru sniði en venjulega. Þá geta ráðamenn í Tel Aviv ekki leitt þessi skilaboð hjá sér.“

Segir Biggi að þrátt fyrir að RÚV hyggist halda keppnina, þá geti lagahöfundar og aðrir listamenn tekið sínar eigin ákvarðanir.

„Aðgerðir Ísraela á Gaza eru ekki pólitísk deila eða stríð á milli þjóða, þetta eru mannréttindabrot og niðingsskapur hins sterka á hinum veika. Ekkert hefur breyst í þessum málum og ofbeldið, sem mest allt bitnar á óbreyttum borgurum, hefur sjaldan verið verra en síðustu misserinn.

Hugsum aðeins út fyrir garðinn okkar og þorum að taka ábyrgð í alþjóðasamfélaginu.“

Hjörtur Howser tekur í sama streng og Biggi í athugasemdum, á meðan Bubbi Morthens hvetur þvert á móti tónlistarfólk til að semja lag sem skiptir máli, mæta og „fronta“ Ísraelsmenn. Hins vegar er óheimilt samkvæmt reglum keppninnar að vera með pólitísk skilaboð í textum, klæðaburði og/eða sviðsframkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“