fbpx
Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í Söngvakeppnina 2019: Lumar þú á góðu lagi?

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. september 2018 11:35

Ari Ólafsson keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision á seinasta ári

Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra.

Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Sem kunnugt er nýtur keppnin gríðarlegra vinsælda meðal þjóðarinnar og er einn af hápunktum ársins í íslensku sjónvarpi. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.

Leitað til höfunda

Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfundaogflytjendur sem Félagtónskáldaogtextahöfunda(FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.

Úrslitin í Laugardalshöll

Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars.

Opnað fyrir umsóknir á songvakeppnin.is

Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafrænskilríki til að komast inn á hana. Þetta er gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.

RÚV hvetur allalaga- og textahöfunda,sem vilja taka þátt í Söngvakeppninni 2019 og halda áfram að móta tónlistarsögu Íslands, til að senda inn sitt lag. Höfundum er sérstaklega bent á að Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni. Allartegundir tónlistar eru boðnar velkomnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“

Kolbrún húðskammar dónana – „Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“

Björn Leví segist hata miðaldra karla: „Hata ég þá sjálfan mig?“