fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Pressan

Síðasti bjórinn – Deyjandi faðir kveður syni sína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 06:00

Feðgarnir og síðasti bjórinn. Mynd:Adam Schemm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. nóvember fann hinn 87 ára gamli All Norbert Schemm að dauðinn nálgaðist en hann var með krabbamein á lokastigi. Hann átti sér hinstu ósk sem hann náði að láta rætast. Hún var að hann vildi drekka bjór saman með þremur uppkomnum sonum sínum með eiginkonu sína sér við hlið.

Þessi ósk hans rættist og var þessi fallega stund mynduð af sonarsyni hans, Adam Schemm, sem birti myndina á Twitter þar sem hún fór á mikið flug.

BBC skýrir frá þessu. Ástin sem er vel greinileg á myndinni hefur snert við hjörtum fólks um allan heim og hafa mörg hundruð þúsund manns líkað við myndina og mörg þúsund hafa tjáð sig um hana.

Adam segir að afi hans hafi alla tíð verið heilsuhraustur eða þar til krabbamein náði tökum á honum.

„Faðir minn sagði mér að afi ætti sér þá hinstu ósk að drekka síðasta bjórinn. Þegar ég horfi á þessa mynd er það mér mikil huggun. Ég sé að afi brosir og er hamingjusamur. Hann gerir það sem hann vildi. Þetta var falleg stund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig

Ísraelar brjálaðir: „Það verða afleiðingar“ – Segja hryðjuverk borga sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndu að komast upp með „Glæp aldarinnar“ fyrir 100 árum – Einföld mistök komu upp um þá 

Reyndu að komast upp með „Glæp aldarinnar“ fyrir 100 árum – Einföld mistök komu upp um þá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir