fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Kæfði stjúpmóður sína með kodda – Montaði sig af morðinu á Snapchat

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2024 22:30

Jodie Bevans og Samantha Bevans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag var hin 35 ára gamla Samantha Bevans dæmd fyrir morð af fyrstu gráðu. Þann 14. júlí 2022 kæfði Bevans stjúpmóður sína, hina 58 ára gömlu  Jodie Bevans með kodda og montaði sig af því á Snapchat.

Kærasti Samönthu, Tacoa Talley, var dæmdur fyrir morð af fyrstu gráðu og dæmdur í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir morðið. Saksóknarar sögðu að Bevans hefði myrt stjúpmóður sína í hefndarskyni fyrir að hafa rekið hana út af heimilinu,

Jodie var sofandi þegar hún var kæfð með koddanum, en aðrir fjölskyldumeðlimir voru í útilegu þegar árásin átti sér stað.

Meðan á réttarhöldunum stóð sýndu saksóknarar kviðdómi Snapchat myndband af Bevans sem virðist játa á sig morðið.  „Ég drap hana,“ sagði Bevans. „Ég drap hana sjálf.“

„Og ég vissi að þetta myndi gerast, vel gert,“ sagði Talley á myndbandinu. „Við drápum hana,“ sagði Bevans.

Bevans sagði í vitnastúkunni að hún hafi gert myndbandið vegna þess að hún væri reið út í Talley og vildi fá viðbrögð frá honum. Hélt hún því fram að Talley hafi verið sá sem drap Jodie.

Saksóknarar spurðu Bevans einnig um verkefnalista sem hún skrifaði sem innihélt setninguna: „Kill Jodie,“ eða Drepa Jodie. Bevans bar því við að hún hefði verið undir áhrifum fíkniefna þegar hún skrifaði listann.

Refsing verður ákvörðuð um miðjan júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést