fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fréttir

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2024 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anita Berkely var mikið í fréttum í liðinni viku eftir að hún steig fram með pistli á Facebook-síðu sinni og mætti í viðtöl hjá nokkrum fjölmiðlum og ræddi um dauða sjö vikna gamalla dóttur sinnar, Winter Ivý Berkely.

Litla stúlkan lést eftir að hún hafði verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans. Var barnið sagt vera við fulla heilsu. Anita talaði fyrir daufum eyrum lækna þegar hún grátbað um frekari rannsóknir á barninu enda liði henni mjög illa. En viðbrögð lækna voru að segja barnið vera dæmigert kveisubarn en hrausta að öðru leyti. Auk þess segir hún að læknar hafi talað niður til hennar og ekki tekið mark á henni þegar hún lýsti áhyggjum sínum af ástandi barnsins.

Hálfum sólarhring eftir að litla stúlkan útskrifaðist af Landspítalanum var hún látin. Niðurstöður krufningarskýrslu staðfesta að heilaskemmdir fundust, blettur í öðru lunga stúlkunnar og merki um veirusýkingu í lungum og blóði. Í skýrslunni er dánaorsök sögð óljós en andláti barnsins lýst sem vöggudauða. Anita telur hins vegar einsýnt að alvarleg mistök hafi verið gerð og vill að Landspítalinn gangist við ábyrgð sinni.

Mikið hefur verið fjallað um málið í vikunni og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði málið vera harmleik. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist Landspítalinn harma að upplifun Anditu hafi verið sú að ekki væri hlustað á áhyggjur hennar og ábendingar.

Anita er ósátt við þessi viðbrögð sem hann finnst vera ópersónuleg nálgun á dauða dóttur sinnar. Á föstudagskvöldið skrifaði hún nýjan, tilfinningaþrunginn pistil um málið þar sem segir:

„Ég kem ekki til með að gefa mig í þessari baráttu! Hér er barnið mitt. Fullkomna, litla, fallega, saklausa litla Vetrarljósið mitt. Sem að logaði svo bjart! Átti heila framtið framundan sem að var svo ósanngjarnt rifið af henni og hún úr mínum faðmi. Hún var iðandi að lífi, þrautseigur lítill baráttukappi sem að þurfti á aðstoð að halda og þegar að mín aðstoð dugði ekki til að þá var hana hvergi að finna innan veggja Landsspítalans! HÚN VAR LÍF! Lifandi lítil manneskja sem átti skilið MEIRA OG LANGT UMFRAM ÞAÐ! Að geta leyft sér að tala um hennar andlát sem “Harmleik” “mál” að ekki geta Kallað hana nafninu hennar! Að það skuli vera að reyna að ópersónugera þessa litlu litlu fallegu stelpu! Hún HEITIR WINTER IVÝ! Ég skora á Landspítalan, heilbrigðisráðherra, landlækni og bara ALLA að segja nafnið hennar upphátt! Skoðiði myndirnar af barninu mínu! Getið þið svo útskýrt fyrir mér hvernig þig getið lagt ykkur vært á koddan á kvöldin vitandi full vel að hér voru gerð gífurleg mistök sökum vanrækslu! Winter Ivý missti líf sitt! Malika Ivý 2 ára stóra systir hennar, ég Móðir þeirra, öll fjölskyldan okkar og nákomnir… líf okkar allra verður aldrei nokkurn tíman það sama! Á meðan að þið sofið vært! Að þá ligg ég andvaka að berjast við að draga andan við þá tilhugsun að Winter Ivý mun aldrei fá að upplifa neitt nokkurn tíman aftur! Þetta heilbrigðiskerfi ykkar rændu okkur af allri framtíð með Winteri þreifanlegri í okkar faðmi þið rænduð eldri dóttur mína um yngri systur sína, sína eilífðar lífsförusystur, vinkonu, trúnaðarvin! Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla! Og þið eruð ekki einusinni að reyna að létta á þunganum og sársaukanum!“

Í pistlinum kemur ennfremur fram að Landspítalinn hafi brugðist við óskum hennar um að hún kæmist í áfallameðferð hjá EMDR stofunni með því að útvega henni sálfræðing sem starfar á spítalanum. Hún spyr hvort það hafi virkilega ekki komið nægilega skýrt fram að hún hafi ekki traust á Landspítalanum. „Er verið að reyna að draga mig til sálfræðings á þeirra vegum til að þagga mig eða fá mig til að snúast hugur? Eða gefast upp á minni baráttu fyrir Winteri og aðra?“ spyr hún.

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn neðst í fréttinni

Vilt þú aðstoða Anitu?

Þungir tímar eru framundan hjá þessari ungu móður sem sorgin hefur knúið svo harkalega dyra hjá, en Anita á tveggja ára gamla eftirlifandi dóttur, Maliku Ivý. Ýtt hefur verið úr vör fjársöfnun fyrir mæðgurnar. Reikningsupplýsingar eru hér fyrir neðan og munum þau sígildu sannindi að margt smátt gerir eitt stórt:

Reikningsnúmer: 0370-22-072677

Kennitala: 201197-2449

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar