fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
Fókus

Missti vitið út af krakkneyslu – „Það kom lögreglubíll og sjúkrabíll og þeir tóku mig bara úr umferð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2024 10:29

Ísak Morris er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur nokkrum sinnum verið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hann segir sögu sína í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

Brotið hér að neðan er hluti af þættinum, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Sjá einnig: Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Eftir síðasta skipti sem hann tók of stóran skammt fór Ísak í meðferð til Bretlands og dvaldi þar í þrjá mánuði. Þegar hann kom heim fór hann aftur í sama far.

„Ég datt í það eftir að ég kom heim. Ég fór í fullt háskólanám aftur, ég fór í sama pakkann aftur,“ segir hann.

„Þá er niðurstaðan sú sama. Sama álag, ég var að gera tónlist og ætlaði að klára hitt og þetta.“

Ísak Morris. Mynd/DV

„Ég varð geðveikur af því“

„Ég datt í það og byrjaði aftur í neyslu,“ segir Ísak. Á þessum tíma byrjaði hann að nota fíkniefnið krakk.

Krakk er búið til úr kókaíni og íblöndunarefnum, sem eru vatn og annað hvort ammóníum eða natron. Þetta er síðan hitað svo úr verða kristallar sem síðan eru reyktir.

„Það er mikið um krakk- og oxycodin neyslu [á Íslandi] í dag. Það kom inn hjá mér og ég varð geðveikur af því […] Persónulega var ég ekki að sækjast eftir því en þetta var í kringum mig á þessum tíma. Við endann á þessu var ég á Eggertsgötunni í stúdentaíbúðinni að reyna að læra, út úr ruglaður og ég missti vitið, bókstaflega.

Ég sá fyrir mér að ég gæti ekki hitt stelpurnar mínar, ég gæti ekki verið í námi og vinnu og ég sá ekkert fram á neina framtíð, í raun og veru óskaði ég þess að ég gæti sofnað og ekki vaknað aftur. Ég var kominn með sjálfsmorðshugleiðingar.“

Stjúpmamma Ísaks hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti að hann væri í sjálfsvígshættu. „Það var alveg satt en ég hefði aldrei framkvæmt það. Það kom lögreglubíll og sjúkrabíll og þeir tóku mig bara úr umferð.“

Ísak var lagður inn á fíknigeðdeild og lá þar í eina viku, það eina sem hann hafði orku til að gera var að borða. Hann ræðir þetta tímabil nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Ísak á Instagram og hlustaðu á tónlistina hans á Spotify. Hann er að fara að gefa út nýja plötu í sumar.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“
Fókus
Í gær

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“
Fókus
Í gær

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá
Fókus
Í gær

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake
Hide picture