fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Segir að Bandaríkin eigi að hluta sök á dauða forseta Írans

Pressan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 09:00

Raisi forseti. Mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebrahim Raisi, forseti Írans, lést í þyrluslysi á sunnudaginn þegar þyrla hans hrapaði til jarðar í héraðinu Austur-Aserb­aísjan sem liggur upp að Aserb­aísjan. Mohammad Javad Zarif, fyrrum utanríkisráðherra Írans, segir að Bandaríkin beri að hluta ábyrgð á slysinu og þar með dauða Raisi.

AP segir að í viðtali við íranska ríkissjónvarpsstöð í gær hafi Zarif sagt að þyrlan, sem flutti forsetann, hafi verið gömul og það hafi vantað varahluti í hana. Ástæðan er að Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á Íran og nær það meðal annars til sölu á varahlutum í loftför.

Sagði Zarif að með þessu komi Bandaríkin í veg fyrir að íranskur almenningur geti notið góðra samgangna í lofti.

Hossein Amir-Abdollahiani, utanríkisráðherra, fórst einnig í slysinu. Það átti sér stað í fjalllendi og var þykk þoka þar yfir þegar slysið varð en ráðherrarnir voru á heimleið eftir heimsókn í Aserb­aísjan.

Íranska ríkisfréttastofan IRNA segir að þyrlan hafi verið af gerðinni Bell 212. Þetta er útgáfa af hinni þekktu Bell 212 Twin Huey herþyrlu sem Bandaríkjaher notaði mikið í Víetnam stríðinu. Bell 212 er ætluð til almenningsnota. Þyrlur af þessari tegund hafa verið í notkun síðan á sjöunda áratugnum.

IRNA segir að Íranir hafi keypt þyrluna í byrjun aldarinnar og hafi hún verið mikið notuð síðan. En vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna og annarra Vesturlanda er skortur á varahlutum í þyrlur og flugvélar í Íran.

Írönsk yfirvöld hafa ekki gefið út neina yfirlýsingu um hvað hafi valdið slysinu en Zarif er ekki sá eini sem bendir á varahlutaskortinn sem hluta af ástæðunni.

Cedric Leighton, hernaðarsérfræðingur og  fyrrum ofursti í flughernum, sagði í samtali við CNN að hann telji að það hafi verið samspil veðurs og viðskiptaþvingana sem hafi valdið slysinu.

Zarif var mun beinskeyttari í orðum sínum og sagði að slysið muni bætast við listann yfir glæpi Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi