fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir vekur hrifningu í Dubai

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. maí 2024 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir hefur nýlokið tónleikaferð til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.  Í ferðinni frumflutti Hlín m.a. sönglög eftir gríska tónskáldið Panagiotis Karousos við ljóð palestínska skáldsins Olivíu Elias og við eigið ljóð, við undirleik Benjamins Chatzikoumparoglou.  Auk ýmissa sígildra óperuverka söng Hlín nýleg verk eftir Karousos. Tónleikaferðin var skipulögð í samvinnu við UNESCO  og heimamenn í Dubai og var gerður mjög góður rómur að söng Hlínar og píanóleik Benjamíns.

Þann 29. maí verður frumsýning á grísku óperunni Prómoþeusi eftir Karousos í leikhúsinu No í Aþenu. Fer Hlín með eitt fjögurra burðarhlutverka í óperunni en í henni segir frá Prómoþeusi sem færði mannkyni eldinn sem gerði mönnunum kleift að stunda málmsmíði.  Að launum lét Seifur hlekkja Prómoþeus við klettavegg þar sem honum biðu raunaleg ævilok.

Hlín veitir hrifnum aðdáanda eiginhandaráritun.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur verið í för með Hildi til Dubai og segir hann flutning hennar hafa vakið mikla hrifningu og tilfinningaviðbrögð. „Það var gaman að sjá  menn tárast yfir söngnum og stökkva svo til að biðja um eiginhandaráritun, ég náði einni mynd af því. Hlín söng m.a.á listahátíð á vegum Sultönu Kazim, sem er við hirðina og er sérstakur verndari lista í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.  Þá hélt hún tónleika í Bahi Ajman Palace í Dubai.“

Hans hátign Yaqoob Al Ali; Sultana Kazim, verndari lista í Sameinuðu arabísku furstadæmunum; Hlín Leifsdóttir og Ioannis Maronitis frá UNESCO.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu