fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Bjó í matvöruskilti í heilt ár – „Öruggi staðurinn minn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búkmyndavélar sýna þegar lögregla finnur konu sem búin var að búa í skilti matvöruverslunar í heilt ár. Konan sem er 34 ára hefur ekki verið nafngreind í fréttum vestanhafs og mun ekki verða ákærð.

Verktaki var að sinna viðhaldsvinnu á þaki Family Fare Supermarket í Midland þann 23. apríl þegar hann opnaði litla hurð aftan á verslunarskiltinu og sá konuna þar. Lögreglan kom á staðinn og ræddi við konuna, sem var búin að koma sér eins vel fyrir í litla rýminu og hægt var. Hún var búin að leggja gólfefni og var með lítið skrifborð, föt, kaffivél, prentara og tölvu.

„Ég er að flytja héðan eftir sólarhring til að komast burt frá þessu öllu,“ segir konan við lögreglumennina. Þegar einn lögreglumannanna segir konunni að hún verði að koma út segist hún ekki vilja skilja neitt af dótinu sínu eftir. Ekki er ljóst hvernig konan komst alltaf upp á þakið, en hún sagði lögreglumönnunum að hún væri búin að búa þarna í eitt ár. Lögreglumennirnir þurftu stiga til að komast upp á þakið.

Lögreglan sagði konunni að hún væri með gælunafn: „Þak Ninja.“ „Það er satt,“ sagði konan hlæjandi. „Fólk sá konuna af og til og svo var eins og hún hyrfi,“ sagði lögreglustjórinn Brennon Warren við USA Today. „Enginn vissi í raun hvert hún fór en það var ekkert sem gaf til kynna að hún væri á þakinu, hvað þá að hún byggi þar.“

Aðspurð hvernig hún hafi fundið plássið sagði konan staðinn „gamla örugga staðinn“ sinn og hélt því fram að fjölskylda hennar hefði vitað um staðinn.

Konunni var boðið að fara í neyðarskýli eða súpueldhús og fá aðstoð þar en hún afþakkaði. Henni var einnig sagt að hún yrði handtekin ef hún snéri aftur á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart