fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Eitt mest smitandi kórónuveiruafbrigðið breiðist út

Pressan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 07:00

EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir engu hvort við viljum það eða ekki, nýtt kórónuveiruafbrigði gæti gert okkur lífið leitt í sumar. Þetta er eitt mesta smitandi afbrigðið sem hefur komið fram á sjónarsviðið til þess.

Eflaust hafa margir ekki hugsað mikið um kórónuveiruna í langan tíma en veiran er enn til þrátt fyrir að lítil fjölmiðlaumfjöllun sé um hana. Svona að minnsta kosti ef miðað er við það sem var á tímum heimsfaraldursins.

Veiran heldur áfram að stökkbreytast og nú hefur nýtt afbrigði náð yfirhöndinni víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum.

TV2 hefur eftir Espen Rostrup Nakstad, aðstoðarlandlækni Noregs, að nýja afbrigðið hafi ekki enn fundist þar í landi en líklega muni það berast þangað.

Hann sagði afbrigðið vera þróaðri útgáfu af hinu þekkta omikron-afbrigði sem sé vel þekkt.

Ný afbrigði eiga yfirleitt auðveldara með að sneiða framhjá ónæmisvörnum líkamans en ekki hafa borist fréttir af því að þetta afbrigði valdi alvarlegri veikindum en önnur afbrigði.

En hins vegar virðist það vera mjög smitandi.

Í Bandaríkjunum hefur hlutfall kórónuveirusmita af völdum nýja afbrigðisins farið úr nokkrum prósentum upp í tæplega þrjátíu prósent á tveimur mánuðum. Afbrigðið er því eitt það mest smitandi sem er í umferð núna.

Andy Pekosz, prófessor í ónæmisfræði við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum, sagði að ekki sé útilokað að til nýrrar smitbylgju komi. Þetta afbrigði sé ofarlega á hans lista yfir þau afbrigði sem geta valdið nýrri bylgju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð