fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Skaut Black Lives Matter mótmælanda og var dæmdur í 25 ára fangelsi – Náðaður ári síðar

Pressan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 22:00

Þjóðvarðliðar standa vörð við Lincoln Memorial í júní 2020 í tengslum við mótmæli Black Lives Matter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur mánuðum eftir að bandarískur lögreglumaður drap George Floyt í Minneapolis brutust  mikil mótmæli, undir merkjum Black Lives Matter, út um öll Bandaríkin. Texas var þar engin undantekning en þar mótmælti fólk meðal annars þann 25. júlí 2020.

Mótmælin þennan dag urðu eftirminnileg vegna hörmulegs atburðar en þá skaut Daniel Perry, liðþjálfi í hernum, Garrett Foster, 28 ára, til bana eftir að hafa ekið inn í hóp mótmælenda.

Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þetta á síðasta ári en nýlega gekk hann út úr fangelsinu sem frjáls maður eftir að Greg Abbott, ríkisstjóri, náðaði hann.

Perry var á leið heim eftir  vinnu þennan örlagaríka dag en hann starfaði hjá Uber í aukastarfi. Hann ók inn í hóp mótmælenda í Austin og gengu margir þeirra að bíl hans. Meðal þeirra var Foster sem var fyrrum liðsmaður flughersins.

Foster bar AK-47 byssu en það er löglegt í Texas. Þegar hann bað Perry um að skrúfa niður rúðuna brást Perry við með að draga upp skammbyssu og skjóta hann til bana.

Perry, sem er einhverfur og með mikla áfallastreituröskun, sagði við réttarhöldin að hann hafi skotið í sjálfsvörn en samt sem áður var hann dæmdur í 25 ára fangelsi.

En nú hefur Abbott náðað hann í kjölfar samdóma álits reynslulausnar- og náðunarnefndar ríkisins.

Sjálfsvarnarlöggjöfin í Texas er ein sú sterkasta í Bandaríkjunum og það er með vísun í hana sem Abbott náðaði Perry að sögn CNN.

Við réttarhöldin yfir Perry hélt saksóknari því fram að Perry hefði sjálfur valdið því að sú staða kom upp að mótmælendur nálguðust bíl hans. Það hafi hann gert með því að aka gegn rauðu ljósi og inn í hóp mótmælendanna. Einnig kom fram fyrir dómi að Perry hafði árum saman látið kynþáttaníðsummæli falla í færslum og kommentum á samfélagsmiðlum.

Í Facebookskilaboðum, sem hann sendi vini sínum nokkrum vikum fyrir drápið, sagði hann vini sínum að hann „neyddist hugsanlega til að drepa nokkra“ sem væru að mótmæla fyrir framan heimili hans. Í öðrum skilaboðum sagðist hann kannski þurfa að fara til Dallas til að drepa nokkra og þremur vikum áður en hann drap Foster skrifaði hann komment á Facebook þar sem hann líkti Black Lives Matter hreyfingunni við „dýragarð fullan af öpum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi