fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Pressan

Braut bílrúðu og bjargaði ársgömlu barni – Foreldrarnir mótmæltu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluþjónn í Flórída í Bandaríkjunum braut rúðu bifreiðar til að bjarga eins árs gömlu barni úr heitum bílnum þrátt fyrir mótmæli foreldranna. Barnið hafði verið inni í bílnum í tíu mínútur og virtist vera í neyð, að sögn yfirvalda.

Mánudaginn 20. maí svaraði neyðarlínan símtali frá konu sem sagði að hún hefði óvart læst dóttur sína inni í bíl sínum á bílastæði við verslun Walmart. 

Þegar lögreglan kom á staðinn sagði maður þeim að hann hefði komið barninu fyrir í bílnum, gengið yfir að hinni hlið bifreiðarinnar og þá áttað sig á að bifreiðin var læst með og lyklarnir inni í bifreiðinni.

Eftir að hafa heyrt að stúlkan hafði verið í bílnum í tíu mínútur og fylgst með barninu svitna og „virðast vera í líkamlegri vanlíðan“ ákvað lögregluþjónn að brjóta bílrúðuna.

Búkmyndavélar tóku upp atvikið og má heyra móðurina mótmæla því að rúðan verði brotin.

„Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur slökkviliðið að koma hingað. Hún hefur verið föst þarna í tíu mínútur,“ segir lögregluþjónninn. Konan spyr hann sé með önnur tól sem hann þurfi ekki að brjóta rúðuna og svarar lögregluþjónninn því neitandi.

Lögregluþjóninn brýtur rúðuna lengst frá stúlkunni, hreinsar glerbrotinn með lögreglukylfunni og opnar bílinn. Stúlkan grét en var ómeidd að sögn viðbragðaðila sem þrátt fyrir að hafa „verið útsett fyrir miklum hita.“

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ákæra hafi ekki verið gefin út en barnaverndaryfirvöld fengu tilkynningu um atvikið.

„Þökk sé skjótum viðbrögðum lögreglumanna okkar var þessu barni bjargað á öruggan hátt og hörmulegu atviki forðað,“ sagði Rick Staly lögreglustjóri. „Þrátt fyrir að þetta hafi verið slys vil ég nota þetta tækifæri til að minna foreldra á hættuna sem fylgir því að skilja barn eftir í kyrrstæðum bíl hvenær sem er, sérstaklega ef hann er ekki í gangi. Hitaslag getur gerst mjög hratt, jafnvel þótt það virðist ekki mjög heitt úti. Ekki skilja börn eða gæludýr ein eftir í bílnum.“

Samkvæmt NoHeatStroke.org deyja að meðaltali 37 börn undir 14 ára aldri á hverju ári í heitum bílum í Bandaríkjunum og hægt hefði verið að koma í veg fyrir öll dauðsföllin.

Samtökin hafa skráð 970 dauðsföll af völdum hitaslags hjá börnum frá 1998. Mörg nýrri ökutæki minna nú ökumenn á að athuga aftursætin sín áður en þeir læsa og skilja bílana eftir eftirlitslausa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka
Pressan
Í gær

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldri læknir ákærður – „Guð minn góður, hvað þú ert með falleg brjóst“

Eldri læknir ákærður – „Guð minn góður, hvað þú ert með falleg brjóst“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þerna á hóteli segir að ákveðnir hlutir inni á hótelherbergjum séu ekki þrifnir

Þerna á hóteli segir að ákveðnir hlutir inni á hótelherbergjum séu ekki þrifnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður