fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Pressan

Alræmdur raðmorðingi á milli heims og helju eftir líkamsárás

Pressan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski raðmorðinginn Robert Pickton liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás í fangelsi í Quebec þar sem hann afplánar lífstíðardóm.

Robert þessi var svínabóndi sem játaði að hafa drepið 49 konur á árunum 1983 til 2002. Hann var ákærður fyrir morð á 27 konum en dæmdur fyrir sex morð. DV fjallaði ítarlega um feril Picktons árið 2018.

Pickton er 74 ára en samfangi hans, hinn 51 árs gamli Hugues Beaulieu, réðst á hann síðastliðinn sunnudag og veitti honum lífshættulega áverka. Upplýsingar um tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir en Pickton er sagður liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Byssumaður dæmdur í 14 ára fangelsi

Byssumaður dæmdur í 14 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfélag veitir konum tækifæri til að velja sæti við hlið annarra kvenna

Flugfélag veitir konum tækifæri til að velja sæti við hlið annarra kvenna