fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Vatn og heimsálfur gætu hafa verið til staðar skömmu eftir að jörðin myndaðist

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 08:30

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævafornir sirkonkristallar innihalda efni sem benda til að ferskvatn hafi verið til staðar hér á jörðinni skömmu eftir að hún myndaðist. Fyrstu heimsálfurnar gætu hafa myndast mun fyrr en áður var talið, eða aðeins sex hundruð milljón árum eftir að jörðin myndaðist.

Live Science skýrir frá þessu og segir að vísindamenn hafi komist að því að sirkonkristallar úr Jack Hills í Western Australia innihaldi vísbendingar sem bendi til að vatn hafi verið til staðar ekki svo löngu eftir að jörðin myndaðist. Ferskvatn getur aðeins myndast ef land er til staðar þar sem það getur safnast fyrir.

Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvernig jörðin var saman sett á árdögum hennar. Þegar hún myndaðist fyrir 4,6 milljörðum ára einkenndi fljótandi kvika hana. Tímabilið þar á eftir, þar til fyrir fjórum milljörðum ára, er lítið vitað um. Þó er vitað að kvikan storknaði og myndaði jarðskorpu en hvað gerðist eftir það er ekki vitað nákvæmlega.

Sumir vísindamenn hafa velt því upp hvort jörðin hafi aðallega verið þakin vatni fyrir 4,4 milljörðum ára og styðja þessa kenningu með niðurstöðum rannsókna á elsta sirkoninu sem fundist hefur. En það er ekki vitað hvernig vatn barst til jarðarinnar. Það gæti hafa verið hluti af upprunalegri samsetningu hennar en það gæti líka hafa borist með loftsteinum skömmu eftir að jörðin myndaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi