fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Pressan

Ertu sannur karlmaður? Val þitt á mat segir til um það

Pressan
Fimmtudaginn 23. maí 2024 06:26

Kjúklingur hlýtur að ýta undir karlmennskuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannir karlmenn borða kjöt. En kannski er réttara að segja að sannir karlmenn standi á bak við meiri losun CO2 en aðrir, það er ef það telst vera mælikvarði á sanna karlmennsku að borða kjöt.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að venjur karlmanna stuðli að meiri losun CO2. En þá vaknar spurningin um af hverju kjöt er sérstaklega tengt körlum?

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var gerð af bandarísku veitingastaðakeðjunni TGI Fridays, sýna að matur skiptir miklu máli fyrir hvernig við lítum á okkur sjálf og aðra. Og þetta getur verið hindrun í vegi fyrir því að gera samfélagið grænna, það er að segja neyslumynstur okkar.

Niðurstöður sænskrar rannsóknar frá 2021 sýndu að karlar valda 16% meiri losun á CO2 en konur. Ástæðan var ekki að karlarnir, sem tóku þátt í rannsókninni, eyddu meiri peningum eða keyptu fleiri vörur, heldur af því að þeir eyddu 70% meira en konur í mengunarvalda á borð við bensín og flugferðir.

Matarvenjur reyndust ekki skipta miklu máli miðað við niðurstöður sænsku rannsóknarinnar. Í raun var losunin jafn mikil hjá kynjunum þegar miðað var við matarvenjurnar. Skipti þá engu að karlarnir borðuðu meira kjöt því konurnar neyttu meira af mjólkurvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svartbjörn varð konu að bana í Kaliforníu – Hefur aldrei gerst áður

Svartbjörn varð konu að bana í Kaliforníu – Hefur aldrei gerst áður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Byssumaður dæmdur í 14 ára fangelsi

Byssumaður dæmdur í 14 ára fangelsi