fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Lögreglan leitaði að Sporðdrekanum í tvö ár án árangurs – Þá kom fréttakonan til sögunnar

Pressan
Föstudaginn 24. maí 2024 04:03

Barzan Majeed. Mynd:NCA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja ára alþjóðleg leit lögreglunnar að Barzan Majeed, betur þekktur sem „Sporðdrekinn“, bar engan árangur. Það var ekki fyrr en tveir Bretar  fóru á stúfanna sem það tókst að hafa uppi á honum og handtaka.

Sporðdrekinn er einn alræmdasti smyglarinn í Evrópu en hann hefur verið umsvifamikill í smygli á fólki. Lögreglan segir að hann og glæpagengi hans hafi smyglað fólki í stórum stíl yfir Ermarsund til Bretland. Var notast við báta, gáma og flutningabíla við smyglið.

BBC segir að einnig sé talið að hann hafi verið viðriðinn smygl á fjölda fólks frá Tyrklandi til Grikklands.

Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi 2022 af belgískum dómstól fyrir smygl á fólki. Hann var sjálfur ekki viðstaddur réttarhöldin því lögreglunni hafði ekki tekist að hafa hendur í hári hans.  Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim síðan dómurinn var kveðinn upp.

Lögreglan komst á slóð hans 2016 þegar verið var að fara yfir farsíma ólöglegra innflytjenda sem höfðu verið handsamaðir. Við þessa yfirferð kom númer hans upp hvað eftir annað, í mörgum tilfellum undir gælunafninu Sporðdrekinn, hjá öðrum sem sporðdrekamerki.

Breska National Crime Agency (NCA) gat fljótlega staðfest að símanúmerið var í eigu hins íraska Barzan Majeed.

BBC segir að honum hafi sjálfum verið smyglað til Bretlands í flutningabíl árið 2016. Þá var hann tvítugur.  Bresk yfirvöld vildu senda hann úr landi en samt sem áður tókst honum að vera í Nottingham næstu níu árin. Hann afplánaði meðal annars dóm þar fyrir brot á vopna- og fíkniefnalöggjöfinni.

Hann var loks fluttur úr landi 2015, til Írak. Segja bresk yfirvöld að þá hafi hann farið að einbeita sér af miklum krafti að smygli á fólki. Það gekk svo vel að glæpagengi hans var hið stærsta í smygli á fólki frá meginlandi Evrópu til Bretlands á árunum 2016 til 2021.

Eftir tveggja ára umfangsmikla rannsókn í Frakklandi, Belgíu og Bretlandi tókst lögreglunni að fá 26 meðlimi glæpagengisins sakfellda fyrir smygl á fólki en Sporðdrekinn sjálfur var horfinn.

Fréttakonan komst á slóð hans

Eftir að lögreglunni hafði ekki tekist að hafa uppi á Sporðdrekanum eftir tveggja ára leit ákvað Sue Mitchell, fréttakona hjá BBC, að reyna að hafa uppi á honum og fékk Rob Lawrie, fyrrum hermann og núverandi starfsmann hjálparsamtaka, til að aðstoða sig.

Leit þeirra að Sporðdrekanum var gerð góð skil í hlaðvarpsseríunni „To Catch a Scorpion“ sem endaði dramatískar en nokkur átti von á.

Slóðin lá í fyrstu til Tyrklands en Istanbúl gegnir lykilhlutverki í smygli á fólki frá Miðausturlöndum til Evrópu. Sporðdrekinn er einnig talinn eiga hús í ferðamannabænum Marmaris.

Leitin bar engan áþreifanlegan árangur í upphafi en síðan hringdi sími Lawries óvænt nótt eina. „Ég heyri að þið séu að leita að mér,“ var sagt á hinum endanum.

Þetta var Sporðdrekinn.

Hvorki í þessu símtali eða öðru vildi hann skýra frá hvar hann væri. En Mitchell og Lawries fengu upplýsingar úr annarri átt um að hann hefði sést á skrifstofu, þar sem er hægt að skipta gjaldeyri, í Sulaymaniyah í íraska hluta Kúrdistan.

Eftir löng samskipti við Sporðdrekann hittu Mitchell og Lawries hann loksins í verslunarmiðstöð í Sulaymaniyah.

„Barzan Majeed líktist efnuðum golfleikara. Hann var í flottum fötum, í nýjum gallabuxum, ljósblárri skyrtu og svörtu vesti. Þegar hann setti hendurnar á borðið, sá ég að hann hafði farið í naglasnyrtingu,“ skrifaði Mitchell á heimasíðu BBC um fund þeirra.

Í viðtalinu við þau sagðist hann ekki koma nálægt smygli á fólki að öðru leyti en að vera maðurinn sem skipulegði flutning á „1.000 kannski 10.000“ innflytjendum. „Ég veit það ekki. Ég taldi þá ekki,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki bera ábyrgð á að margir ólöglegir innflytjendur hafi komist til Bretlands í yfirfullum og hriplekum gúmmíbátum eða loftlitlum gámum.

„Ég hef aldrei sett neinn í bát og ég hef aldrei drepið nokkurn mann,“ sagði hann og bætti við: „Enginn neyddi þá (innflytjendurna, innsk. blaðamanns). Þeir vildu þetta sjálfir.“

Mitchell og Lawries sáu að hann var með lista af vegabréfsnúmerum í síma sínum. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að þessi númer ætlaði hann að senda spilltum embættismönnum sem gefa út falsaðar vegabréfsáritanir til Tyrklands.

Interpol fylgdist að sjálfsögðu með leit Mitchell og Lawries að Sporðdrekanum og eftir að þeim tókst að staðsetja hann bað Alþjóðalögreglan Interpol lögregluna í Kúrdistan að handtaka hann og það var gert fyrir rúmri viku.

Ekki liggur fyrir hvort hann verður framseldur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi