fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 19:30

Hringurinn er hér sýndur með bláum lit. Mynd:University of Central Lancashire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 6,9 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni hafa stjörnufræðingar uppgötvað næstum fullkominn hring af vetrarbrautum og er ummál hans 1,3 milljarðar ljósára. Þessi hringur hefur fengið nafnið „The Big Ring“ og þykir stórmerkilegur.

Tilvist hans og lögun vekja upp efasemdir um þá þekkingu og skilning sem við höfum á alheiminum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Central Lancashire að sögn Videnskab.dk.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að í einföldu máli sagt þá eigi efni að dreifast nokkuð jafnt í miklu magni ef miðað er við þann skilning sem við höfum á alheiminum. Það eigi ekki að geta safnast saman eða ekki safnast fyrir á ákveðnum svæðum.

En The Big Ring hegðar sér ekki þannig, alls ekki. Það sem gerir málið enn flóknara er að þetta er annar hringurinn af þessu tagi sem fundist hefur á nokkrum árum.

Sami hópur stjörnufræðinga uppgötvaði The Giant Arc, stóra bogann, árið 2021. Þetta er risastórt svæði sem er næstum jafn langt frá jörðinni og The Big Ring og minnir að miklu leyti á hann.

Þessi tvö svæði valda vísindamönnum ákveðnum höfuðverk að sögn Alexia Lopez, sem er aðalhöfundur beggja rannsóknanna.  Hún segir að erfitt sé að útskýra tilvist og tilurð þessara svæða út frá núverandi skilningi okkar og þekkingu á alheiminum.

Bæði svæðin brjóta einnig gegn annarri grundvallarreglu vegna stærðar sinnar. Útreikningar hafa sýnt að fræðileg mörk eru á hversu stórir hlutir af þessu tagi geta orðið og eru þessi mörk 1,2 milljarðar ljósára en báðir hlutirnir eru miklu stærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum
Pressan
Í gær

Víkingasverð með „mjög sjaldgæfri“ áletrun fannst á norskum sveitabæ

Víkingasverð með „mjög sjaldgæfri“ áletrun fannst á norskum sveitabæ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka

Renndi kærastanum í ferðatösku þar sem hann kafnaði – Búin að stórmóðga 7 verjendur og þarf líklega að skipta núverandi út líka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu sjö stjörnur þar sem mögulega eru vísbendingar um vitsmunalíf

Fundu sjö stjörnur þar sem mögulega eru vísbendingar um vitsmunalíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður