fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tilraun milljarðamærings til að fela málverk af sér hafði þveröfug áhrif

Pressan
Fimmtudaginn 23. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gina Rinehart, ríkasta kona Ástralíu, var ekkert sérstaklega hrifin af því þegar hún sá málverk listamannsins Vincent Namatjira sem hangir uppi á vegg í National Gallery of Australia.

Verkið er hluti af sýningu hans, Australia in colour, og vildi Gina að myndin yrði fjarlægð af sýningunni þar sem henni þótti hún heldur gribbuleg á myndinni. En myndin verður áfram hluti af sýningunni og hafa tilraunir Ginu nú gert það að verkum að myndin hefur ratað í heimspressuna.

Sýning Vincents opnaði í mars síðastliðnum og segir hann að á myndunum séu einstaklingar sem hafa haft áhrif á hann í gegnum árin – bæði á góðan og slæman hátt. Þetta eru ríkir eða valdamiklir einstaklingar og má til dæmis sjá myndir af útlaganum Ned Kelly og Elísabetu Bretlandsdrottningu.

Eigur Rinehart eru metnar á mörg hundruð milljarða króna en hún er erfingi námuveldis sem grætt hefur á tá og fingri síðustu áratugina. Hún þykir um margt umdeild og kom sér í fréttirnar þegar hún biðlaði til fátækra Ástrala að slaka á í áfengisdrykkjunni og vinna meira.

Samkvæmt upplýsingum frá Google Trends hefur orðið veruleg aukning á leitarorðunum „Gina Rinehart“ síðustu daga sem má rekja beint til umfjöllunar um verkið.

Þá hefur ástralski grínistinn Dan Ilic safnað rúmum tveimur milljónum króna til að koma myndinni fyrir á Times Square í New York. Er hann á góðri leið með að safna þeim fimm milljónum sem til þarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?