fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum gæti brasilíska ungstirnið Endrick verið á leið til Juventus í janúar. Talið er að ítalska félagið vilji nýta sér þá stöðu að leikmaðurinn fær lítið að spila hjá Real Madrid.

Endrick, sem er 19 ára, hefur átt erfitt uppdráttar á Spáni og hefur enn ekki leikið mínútu í La Liga eða Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann fékk einnig takmörkuð tækifæri undir stjórn Carlo Ancelotti á síðasta tímabili og staðan virðist ekki hafa batnað eftir komu Xabi Alonso.

Samkeppnin um sóknarstöðurnar hjá Real Madrid er hörð, þar sem leikmenn á borð við Vinicius Junior og Rodrygo eru framar en Endric í goggunarröðinni. Þessi skortur á spilatíma gæti haft áhrif á möguleika Endrick til að komast í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM 2026.

Ítalskir miðlar greina nú frá því að Juventus hafi mikinn áhuga á að fá leikmanninn á láni í janúar. Líklegt er að Real Madrid muni íhuga slíkt boð ef leikmaðurinn heldur áfram að sitja á bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn ótrúlegasti sjónvarpshrekkur allra tíma: Þegar Arsenal-goðsögnin var sannfærð um að hún hefði lent í tímaflakki

Einn ótrúlegasti sjónvarpshrekkur allra tíma: Þegar Arsenal-goðsögnin var sannfærð um að hún hefði lent í tímaflakki
433Sport
Í gær

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“