fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool og fór til Arsenal ári síðar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Zubimendi, miðjumaður Arsenal, hefur nú útskýrt hvers vegna hann hafnaði tilboði frá Liverpool í fyrra og ákvað í staðinn að ganga til liðs við Lundúnarliðið í sumar.

Varnarsinnaði miðjumaðurinn hefur verið einn af lykilmönnum Arsenal á þessu tímabili eftir komu sína frá Real Sociedad í sumar. Hann hefur fest sig í sessi í byrjunarliðinu og hjálpað liðinu í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem hann hefur gert Declan Rice kleift að spila frjálsara hlutverk á miðjunni.

Zubimendi var þó nálægt því að ganga í raðir Liverpool sumarið 2024 þegar liðið leitaði að nýjum djúpum miðjumanni. Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafði Liverpool þegar náð samkomulagi við Real Sociedad, og leikmaðurinn sjálfur lofað að ganga til liðs við félagið. Hann ákvað þó að hætta við og dvelja áfram hjá uppeldisfélagi sínu eitt ár í viðbót áður en hann fór til Arsenal.

Í viðtali við The Guardian útskýrði Zubimendi ákvörðunina.

„Þegar tilboð kemur, þá er fyrsta spurningin alltaf hvort maður eigi að vera áfram hjá la Real. Það var einfaldlega ekki rétti tíminn. Ég ákvað að vera og tímabilið var erfitt, en ég lærði mikið. Ég vildi taka ábyrgð og fann að rétti tíminn myndi koma,“ sagði spænski landsliðsmaðurinn um ákvörðun sína að hafna Liverpool.

„Ég hafði fylgst með Arsenal og heillaðist af leikstílnum, ástríðunni og ungu liðinu. Þegar Mikel Arteta hringdi, var erfitt að segja nei. Hann er ótrúlega sannfærandi og lifir fyrir fótboltann. Fyrir mér var tilboðið hans það besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn ótrúlegasti sjónvarpshrekkur allra tíma: Þegar Arsenal-goðsögnin var sannfærð um að hún hefði lent í tímaflakki

Einn ótrúlegasti sjónvarpshrekkur allra tíma: Þegar Arsenal-goðsögnin var sannfærð um að hún hefði lent í tímaflakki
433Sport
Í gær

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“