Ísak Bergmann Jóhannesson var að vonum svekktur eftir 3-5 tap Íslands gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
„Ég hef aldrei séð svona. Við stjórnum leiknum algjörlega og fáum á okkur fimm mörk, ég eiginlega trúi þessu ekki,“ sagði hann.
Ísland var betri aðilinn í kvöld en einstaklingsmistök reyndust dýrkeypt.
„Ég gef þeim boltann í þriðja markinu en svo klínir hann honum með hægri upp í skeytin,“ sagði Ísak.
„Mér finnst við ekki mega gleyma því að sóknarlega vorum við mjög góðir en þetta var ekki nógu gott varnarlega.“
Ísland mætir Frökkum á mánudag. „Við verðum mjög fúlir í kvöld en svo er það fókus á næsta leik.“
Nánar í spilaranum.