Íslenska karlalandsliðið tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. Langt er síðan liðið fékk á sig eins mörg mörk á heimavelli.
Íslenska liðið var betra í leiknum en varnarleikur þess hriplekur og einstaklingsmistök reyndust dýrkeypt. Úkraína komst í 1-3, Ísland kom til baka en tapaði að lokum 3-5 sem fyrr segir.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, vekur athygli á því á X að íslenska karlalandsliðið hafi ekki fengið á sig eins mörk mörk á Laugardalsvelli síðan 3. júní 1987. Þá tapaði liðiði 6-0 gegn Austur-Þýskalandi.
Sigfried Held var þá landsliðsþjálfari, en síðan hafa 15 þjálfarar þjálfað liðið, sem er stýrt af Arnari Gunnlaugssyni í dag.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki fengið svona mörg mörk á sig á Laugardalsvelli síðan 3. júní árið 1987. Þá tapaði Ísland 6-0 á vellinum fyrir Austur-Þýskalandi og Sigfried Held var landsliðsþjálfari. Það eru fimmtán landsliðsþjálfarar síðan.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 10, 2025