„Þetta eru ódýr mörk finnst manni, þetta er ekki nógu gott á heimavelli,“ sagði Elías Rafn Ólafsson eftir 3-5 tap gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
Ísland var betri aðilinn stærri hluta leiks en var þó 1-3 undir í hálfleik og tapaði að lokum sem fyrr segir.
„Þrjú mörk í fyrri hálfleik sem okkur líður eins og við séum með stjórn á leiknum, þetta er bara boltinn.“
Elías er eðlilega svekktur með að fá á sig fimm mörk.
„Maður er alltaf svekktur, ein varsla í leiknum og fimm mörk, það er ekki frábært svo ég þarf að skoða þetta betur líka.“
Nánar í spilaranum.