fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. október 2025 20:40

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland fékk vænan skell á heimavelli gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld, þrjú íslensk mörk voru langt því frá að duga þar sem liðið fékk á sig fimm.

Fyrri hálfleikur leiksins var furðulegur þar sem Ísland stýrði leiknum en barnaleg mistök reyndust dýrkeypt. Ruslan Malinovskiy kom gestunum yfir á 14. mínútu.

Áfram hélt íslenska liðið að stýra leiknum og tuttugu mínútum síðar jafnaði Mikael Egill Ellertsson eftir glæsilegt einstaklingsframtak.

Undir lok fyrri hálfleik skoraði Úkraína í tvígang, Oleksii Hutsuliak kom liðinu yfir eftir hræðileg mistök í vörn Ísland og Malinovskiy skoraði svo glæsilegt mark fyrir lok hálfleiksins.

Íslenska liðið með bakið upp við vegg en svaraði kallinu í síðari hálfleik þar sem Albert Guðmundsson skoraði í tvígang.

Íslenska liðið verður að virða stigið en barnalegur varnarleikur var dýrkeyptur í leik þar sem liðið var betra á öllum sviðum fótboltans.

Þegar flestir á Laugardalsvelli voru orðnir vongóðir um íslenskan sigur kom höggið, Ivan Kaliuzhnyi hitti boltann frábærlega í teignum og tryggði Úkraínu stigin þrjú. Til að strá salti í sárin skoraði Oleh Ocheretko fimmta mark Úkraínu nokkru seinna og 3-5 tap staðreynd.

Staða íslenska liðsins í riðlinum er verri eftir kvöldið, liðið verður

Byrjunarlið Íslands:

Elías Rafn Ólafsson 4
Gat afskaplega lítið gert í mörkunum, einhverjir vildu þó sjá hann vera nær því að verja þriðja mark Úkraínu.

Guðlaugur Victor Pálsson 4
Mistök í fyrsta marki Úkraínu, óð út í pressu og tapaði því einvígi. Skildi allt eftir opið og eftirleikurinn auðveldur.

Sverrir Ingi Ingason 4
Hann og Daníel Leó fengu litla hjálp frá bakvörðum og miðjumönnum í mörkunum í fyrri hálfleik. Þeir voru hins vegar ekki í takti í seinni hálfleik

Daníel Leó Grétarsson 4
Átti ágætis leik en fór helst til og oft út úr stöðu og skildi eftir svæði sem Úkraína hefði getað refsað okkur fyrir.

Mikael Egill Ellertsson (´86) 4
Gerði frábærlega að skora en það fór fyrir lítið þegar hann gaf annað mark Úkraínu. Hitti ekki boltann sem var rándýrt. Mistök sem ekki eru boðleg í alþjóðlegum fótbolta.

Jón Dagur Þorsteinsson (´69) 4
Reyndi og reyndi en hitti ekki á daginn sinn í dag. Of mikið af tæknilegum mistökum.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´86) 4
Átti glannalega sending sem kom Úkraínu af stað í sóknina til að skora þriðja markið. Komst ekki í sinn venjulega takt í leiknum og var oft einmana í að verja vörnina.

Hákon Arnar Haraldsson 7 
Lét liðið tikka allan leikinn, er mikilvægasti leikmaður liðsins í dag. Frábær fyrirgjöf á Albert sem stangaði knöttinn í netið í öðru marki liðsins.

Albert Guðmundsson 8 – Maður leiksins
Frábær í hálftíma í fyrri hálfleik sem var besti spilkafli íslenska liðsins. Var svo potturinn og pannan í endurkomunni, frábær að koma sér í réttar stöður til að hafa áhrif.

Sævar Atli Magnússon (´69) – 4
Kom með lítið annað að borðinu en ágætis baráttu. Betur má ef duga skal.

Andri Lucas Guðjohnsen (´86) – 5
Heimskulegt gult spjald í fyrri hálfleik, Lars Lagerback hefði ekki sofið í nokkra daga að sjá Andra fá gult fyrir kjaftbrúk. Komst inn í leikinn og gerði vel í að leggja upp þriðja mark liðsins.

Varamenn:

Kristian Nökkvi Hlynsson (´69) 4
Logi Tómasson (´69) 6

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Snúa sér að Manchester United-goðsögn eftir að Gerrard sagði nei

Snúa sér að Manchester United-goðsögn eftir að Gerrard sagði nei
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjallað um ótrúlegt afrek Færeyinga um heim allan – Tveir í byrjunarliðinu spila á Íslandi

Fjallað um ótrúlegt afrek Færeyinga um heim allan – Tveir í byrjunarliðinu spila á Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir stöðuna á Íslandi slæma – „Aldrei verið slakari“

Segir stöðuna á Íslandi slæma – „Aldrei verið slakari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Halldóri eiga að vera sýnd þolinmæði nema þetta gerist í vetur

Segir Halldóri eiga að vera sýnd þolinmæði nema þetta gerist í vetur