fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Sævar Helgi undrandi á viðbrögðunum: Hvetur fólk áfram til að sniðganga flugeldasölur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk-, ryk- og hávaðamengun og sóðaskap. Sævar tjáði sig um málið á Twitter og sagði þar enn fremur:

„Að ekki sé minnst á áhrifin á dýr og fólk með öndunarörðugleika. Búist er við stillu á Gamlársdag svo mengunarskýið helst fram á morgun.“

Ummæli Sævars hafa vakið mikla athygli. Fólk deilir á um notkun flugelda. Sumir telja flugelda ómissanlega skemmtun á gamlárskvöld. Aðrir taka undir með Sævari og segja flugelda vera á kostnað náttúru, samferðafólks og dýra. Sævar er undrandi yfir viðbrögðunum.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Samkvæmt Vísindavefnum kemur mikil mengun frá flugeldum. Þar kemur einnig fram að mengun af völdum flugelda bætist ofan á inntöku annarrar mengunar í borgarumhverfinu og að þessi samlegðaráhrif séu umhugsunarefni.

Hvað á að gera eftir skaupið?

Eins og fyrr segir vakti Twitter-færsla Sævars mikla athygli. Margir hafa skrifað við tístið og deilt sínum skoðunum. Einn maður spyr Sævar hvað fólk eigi þá að gera eftir áramótaskaupið.

„Til dæmis fagna með fjölskyldunni og ástvinum,“ stingur Sævar upp á.

Maðurinn segir að fólk fagni með því að skjóta upp einni sprengju og skála.

„Það má ofgera allt. Við hljótum að eiga eitthvað heimsmet í sprengjum per íbúa. Það mætti minnka. En að setja bann á þessa skemmtilegu upplifun er of mikið. Þetta er einu sinni á ári.“

Sævar segist samþykkja það með þremur skilyrðum:

„1) fólk skýtur aðeins upp á Gamlárskvöld 2)tekur til eftir sig og 3) ónáðar ekki fólk og dýr með stöðugum sprengingum og hávaða dagana fyrir og eftir“

Eitt flugeldatíst

Sævar var ekki að búast við þessum miklu viðbrögðum sem tístið hans fékk.

„Aldrei hefði mig órað fyrir viðbrögðunum (langmest jákvæðum) við einu flugeldatísti,“ segir Sævar á Facebook.

Sævar bendir á grein á Vísindavefnum þar sem er fjallað um áhrif flugelda á umhverfið. Þar stendur:

„Ólíkt annarri mengun sem er staðbundin, til dæmis við umferðaræðar og sértækan iðnað, þá er flugeldamengun um áramót alls staðar og fáir griðastaðir finnast utandyra í borgarumhverfinu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Að jafnaði varir mengun af völdum flugelda aðeins í skamma stund og ein og sér er ólíklegt að hún valdi heilsubresti, en þessi mengun bætist hins vegar ofan á inntöku annarrar mengunar í borgarumhverfinu, til dæmis frá bílum og iðnaði. Samlegðaráhrif flugeldamengunar við aðra mengun eru umhugsunarefni. Umhverfisstofnun (2017) metur að allt að 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári séu vegna svifryksmengunar.“

Margir sammála Sævari

„Jesús í jólakjól, ég hef HATAÐ áramótin frá fæðingu. Eldur, sprengingar og fáránlega fullt fólk er í uppskrift af minni persónulegu martröð,“

segir ein kona við tíst Sævars. Önnur segir:

„Sumt fólk sem hefur upplifað stríð á líka oft mjög erfitt með þetta. Hef séð algjört panikk brjótast út vegna „sakleysislegrar“ flugeldasýningu. Sé enga góða ástæðu til að skemmta sér á kostnað náttúru, samferðafólks og dýra þegar við vitum betur.“

Styrkja björgunarsveitir

Sævar hvetur fólk til að styðja björgunarsveitir:

„Kaupið helst ekki flugelda. Styrkið frekar björgunarsveitirnar og leggið þannig í leiðinni ykkar af mörkum fyrir heilnæmara umhverfi.“

Sævar styrkti Slysavarnafélagið Landsbjörg um 50 þúsund krónur.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu