Robert þessi var svínabóndi sem játaði að hafa drepið 49 konur á árunum 1983 til 2002. Hann var ákærður fyrir morð á 27 konum en dæmdur fyrir sex morð. DV fjallaði ítarlega um feril Picktons árið 2018.
Pickton er 74 ára en samfangi hans, hinn 51 árs gamli Hugues Beaulieu, réðst á hann síðastliðinn sunnudag og veitti honum lífshættulega áverka. Upplýsingar um tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir en Pickton er sagður liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir árásina.