fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Byssumaður dæmdur í 14 ára fangelsi

Pressan
Miðvikudaginn 12. júní 2024 07:00

Leslie Garrett með byssuna á lofti. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. janúar síðastliðinn lagði Leslie Garrett af stað í leiðangur sem varð til þess að hann var dæmdur í 14 ára fangelsi í síðustu viku.

Leiðangurinn hófst um klukkan 19.30 þegar hann fór inn í áfengisverslun í Liverpool og skaut á afgreiðsluborðið. Þaðan lá leið hans á bar í Norris Green hverfi borgarinnar. Þar fékk hann sér drykk, ræddi við viðskiptavini og sýndi tveimur þeirra, karlmönnum, AK-47 árásarrifill, sem hann geymdi í bíl sínum.

Eftir að hafa stoppað á barnum, lá leið Garrett, sem er 49 ára, í nærliggjandi kvikmyndahús en þar hafði hann starfað sem öryggisvörður árum saman, eða allt þar til honum var sagt upp störfum vegna þess að hann mætti ölvaður í vinnuna.

Hann beindi byssunni að starfsmanni kvikmyndahússins en þá kom öryggisvörður og fylgdi honum út. Þegar út var komið skaut Garrett nokkrum skotum úr byssunni að sögn Sky News.

Vopnaðir lögreglumenn voru sendir að kvikmyndahúsinu en Garrett var farinn þaðan þegar þá bar að garði.

Garrett, sem hafði drukkið eina og hálfa flösku af rommi þennan dag, ók næst heim til unnustu sinnar þar sem hann hleypti fleiri skotum af. Því næst faldi hann byssuna undir dýnu í húsinu.

Hann var handtekinn nokkrum klukkustundum síðar heima hjá móður sinni, þegar vopnaðir lögreglumenn réðust til inngöngu í húsið. Þeir þurftu að beita rafbyssu á hann til að yfirbuga hann.

Sem betur fer meiddist enginn þetta kvöld en Garrett hleypti samtals 17 skotum af úr byssunni.

Hann byggði vörn sína fyrir dómi á að þegar hann var barn að aldri hefði hann orðið vitni að því þegar ekið var á bróður hans, sem lést við ákeyrsluna. Þess utan hafi hann orðið vitni að morði þegar hann var 9 eða 10 ára. Þessi áföll hafi haft mikil áhrif á hann síðar á lífsleiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri