fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Fundu sjö stjörnur þar sem mögulega eru vísbendingar um vitsmunalíf

Pressan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 16:10

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erum við ein? Þetta er ein stærsta spurning mannkynsins sem enn hefur ekki tekist að svara með afgerandi hætti. Er maðurinn eina vitsmunalífið í heiminum? Eru til geimverur? Ef þær eru til, hvar eru þær þá? Fjöldi rannsókna hefur leitast við að svara þessum spurningum og ýmsar tilgátur hafa verið lagðar fram en svarið er þó enn á huldu.

Vísindamaðurinn Freeman Dyson kom með þá kenningu að ef vitsmunaverur er að finna utan jarðarinnar þá sé ekki útilokað að þær hafi smíðað risastór sólarorkuver á braut um stjörnuna sína. Þessi sólarorkuveru eru í þessu samhengi nefnd Dyson-himinhvel. Dyson taldi að það væri hægt að finna líf utan jarðarinnar með því að leita af innraumum geislum frá þessum risastóru sólarorkuverum. Dyson fékk hugmyndina úr vísindaskáldskap og  hafði engan leið til að sannreyna tilgátuna á sjöunda áratugnum þegar hann fékk þessa hugmynd. Tæknin er þó til í dag og hafa stjarneðlisfræðingar því leitað innrauðra geisla úr Vetrarbrautinni. Niðurstöður einnar slíkrar rannsóknar voru birtar í maí en þar greindu vísindamenn frá sjö stjörnum sem gáfu frá sér innrauða geisla sem gætu mögulega komið frá Dyson-himinhvelum. Þessi niðurstaða hefur þó fengið yfir sig gagnrýni.

Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society. Rannsóknin hafði beinlínis gengið út á að finna Dyson-himinhvel með því að finna innrauða geisla við stjörnur sem væri ekki hægt að útskýra með öðrum hætti. Vísindamenn lögðust yfir gögn frá sjónaukum sem nema þessa geisla og beindu sjónum sínum að stjörnum sem eru í innan við þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu.

„Við byrjuðum með úrtak af fimm milljón stjörnum og notuðum síu til að losna við eins mikið af gagnasmiti og mögulegt var,“ sagði Matías Suazo í samtali við CNN, en Suazo, sem er doktorsnemi við Uppsalaháskóla, fór fyrir rannsókninni. „Sem stendur höfum við fundið sjö uppsprettur innrauðra geisla sem við vitum ekki af hverju stafa, svo þær skera sig úr.“

Suazo tekur fram að það sé ekkert sem sanni að stjörnurnar séu umluktar Dyson-himinhvelum en vísindamenn hafi þó ekki fundið aðrar skýringar á innrauðu geislunum. Mögulega megi þó rekja geislana til þess að þar blandist saman geislar frá stjörnunni og frá öðrum vetrarbrautum, mögulega er  um að ræða leyfar frá árekstri plánetna eða að hreinlega sé þarna á ferðinni tiltölulega ung stjarna sem er umkringd heitu braki sem gæti seinna orðið að plánetum.

Stjörnurnar sjö eru allar svokallaðir rauðir dvergar sem er algengasta tegund stjarna í okkar Vetrarbraut. Þær gefa frá sér daufara ljós en sólin okkar og eru þar að auki minni. Þessi staðreynd gerir rannsakendum erfiðara um vik. Ekki er vitað hvort að plánetur séu í sólkerfi þessara stjarna en tilvist þeirra þykir þó líkleg.

Rannsakendur vonast til að fá afnot af James Webb geimsjónaukanum hjá NASA, en sá er nægilega kraftmikill til að varpa frekara ljósi á stjörnurnar sjö. Til að slíkt sé mögulegt þurfi þó að fara í gegnum þunga og erfiða pappírsvinnu sem muni taka töluverðan tíma.

Suozo var spurður til hvers Dyson-himinhvel gætu verið notuð. Hann bendir á að ef maðurinn gæti beislað krafta sólarinnar þá séu nánast engin mörk á þeim möguleikum sem slíku fylgdi, einkum hvað varðar mögulegt landnám utan jarðarinnar. Þetta sé þó tilgáta sem byggi á hugmynd um háþróaða tækni sem maðurinn eigi langt í land með að þróa. Efnið sem þyrfti til að byggja þessi himinhvel væri auk þess gífurlegt. Líkja mætti því við að til að byggja slíkt hvel utan um sólina þyrftum við að leysa upp plánetuna Júpíter eins og hún leggur sig til að fá hráefnin í himinhvelið.

Suazo segir niðurstöður rannsóknarinnar ekki benda fyrst og fremst á mögulegt vitsmunalíf utan jaðrar heldur fremur sé þarna sönnun á því að það séu ekki mörg Dyson-himinhvel í Vetrarbrautinni okkar, séu einhver þar yfirhöfuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum