fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Kyntröllið úr lögreglunni tekið á teppið og og veldur aðdáendum sínum sárum vonbrigðum

Pressan
Laugardaginn 15. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn Paco Balderrama var þekktur sem kyntröllið í lögreglunni í Kaliforníu. Hann tók gjarnan að sér að vera fulltrúi lögreglunnar í sjónvarpinu og vakti þar mikla lukku meðal kvenþjóðarinnar.

Því maður reyndist Balderrama þó frátekinn. Hann var giftur og átti þrjú börn með eiginkonu sinni. Hann skráði sig í sögubækurnar í Kaliforníu árið 2021 þegar hann var skipaður lögreglustjóri, fyrstur allra af latneskum rótum.

Nú hefur hann þó valdið aðdáendum sínum sárum vonbrigðum. Fyrir nokkrum dögum gaf hann frá sér yfirlýsingu sem gaf til kynna að til stæði að afhjúpa eitthvað misjafnt. Hann sagði í minnisblaði til starfsmanna sinna að hann ætlaði að gangast við „mistökum sínum“ en bað undirmenn sína að hafa í huga að tvær hliðar eru á öllum málum.

„Ég ætla þó ekki að réttlæta mig eða verja mig þrátt fyrir alla óvissuþætti. Framkoma mín var ekki í samræmi við gildi mín sem trúaður maður, eiginmaður og sem faðir. Ég á mín mistök. Þau eru mín og aðeins mín tili að bera. Ég mun gjalda fyrir þessi mistök það sem ég á eftir ólifað. Fjölskylda mín er í sárum vegna þessa og ég bið um skilning, trúnað og virðingu á þessum erfiða tíma.“

Þegar fréttamiðlar fengu veður af minnisblaðinu lá þó ekki fyrir hvað Balderrama hafði gert af sér. Það er þó komið á daginn að um framhjáhald var að ræða.

Formleg rannsókn hefur verið hafin á hátterni Balderrama sem mun hafa haldið við eiginkonu undirmanns síns. Það eitt og sér þykir ámælisvert. Hins vegar er lögreglustjórinn auk þess grunaður um að hafa komið í veg fyrir að undirmaðurinn nyti framgang í starfi. Undirmaðurinn hafi leitað eftir nýrri stöðu svo að vinnutími hans yrði meira sveigjanlegur og hann ekki lengur á vöktum um helgar. Balderrama vildi það ekki fyrir nokkra muni því þá væri undirmaðurinn meira heima með konu sinni og Balderrama hefði ekki jafn gott aðgengi að henni.

Undirmaðurinn mun hafa komist að öllu á síðasta ári og þá leitað til borgarlögmanns.

Stjórn lögregluembættisins segir málið hið neyðarlegasta. Þetta komi illa við alla lögreglumenn sem hafi skrifað undir skuldbindingu til að gæta að heiðri embætta sinna og borgar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum