fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Sonur Lilju var hársbreidd frá því að lenda undir strætisvagni – Átelur bílstjórann sem gerði ekkert til að hjálpa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur drengur varð fyrir skelfilegri reynslu í Hafnarfirði í dag er strætisvagn var við það að aka yfir hann. Drengurinn var á reiðhjóli er strætisvagninn kom að honum á fullri ferð, drengurinn sveigði frá vagninum á síðustu stundu og lenti í götunni þar sem hann skrámaði sig illilega. Vagnstjórinn kom honum ekki til hjálpar en vísaði honum með handahreyfingu í burtu.

Móðir drengsins, Lilja Guðmundsdóttir, er reið yfir framkomu vagnstjórans en hún greindi frá málinu í Facebook-færslu sem hún gaf DV góðfúslega leyfi til að endurbirta. Lilja segir:

NÚ LEITA ÉG AÐ VITNUM!!!

Vitnum að atburði sem átti sér stað rétt hjá gatnamótum Akurvöllum og Kirkjuvöllum, um kl 12:50 í dag. Drengurinn minn varð fyrir því áfalli að strætó næstum keyrir á hann.

Málið er að drengurinn minn var að fara yfir gangbrautina á hjólinu sínu rétt áður en beygt er inná Kirkjuvelli. Þar kemur strætó nr 1 á mikilli ferð og þar sem drengurinn minn var ekki kominn alla leið yfir þá hélt hann að strætóinn væri að klessa á hann. Hann reynir að sveigja frá og lendir á hliðinni nánast beint fyrir framan strætóinn sem þá hafði hægt á sér. Strætóbílstjórinn gerir ekkert og juggar strætónum í ógn við drenginn sem lá á götunni til að hann stæði upp og færi frá!!! Strætóbílstjórinn gerir EKKERT, HORFIR BARA Á DRENGINN Í GÖTUNNI!!!! Heldur áfram að jugga strætónum og bendir á drenginn minn að standa upp og færa sig!!!!

HVERS KONAR HÁTTALAG ER ÞETTA???? Hvað er orðið um nágungakærleikann??? Ábyrgðin er greinilega enginn.

Hann er meiddur og ílla farinn andlega og líkamlega eftir þessa upplifun. Hann á rétt á því að tekið verði á þessu máli af alvarleika.

Ég bið til máttar facebook og vona að einhverjir hafi orðið vitni af þessu atviki svo hægt sé að sækja til saka svona fólk sem hefur ekki í sér að fara varlega og gæta að umhverfi sínu. Deilið eins og vindurinn.

Það skondna er að þegar við förum til læknis þá kemur það henni ekkert á óvart að þetta sé viðkvæðið að strætó keyri of hratt og sýni enga tillitsemi. Einnig hef ég heyrt drenginn minn tala um, sem tekur reglulega Ásinn í HFJ að þeir keyra eins og djöfullinn. Hvað er í gangi???? Er þetta ekki einum of langt gengið. Það þarf að fara að taka á þessum bílstjórum.

Takk fyrir að deila

Kveðja virkilega reið móðir………

ps. meðfylgjandi myndir eru af meiðslum drengsins míns og staðsetningu.

Í stuttu spjalli við DV segir Lilja að drengnum líði ágætlega núna eftir atvikum. Hún hefur ekki náð sambandi við Strætó til að greina frá atvikinu. Þeir sem gætu haft upplýsingar um atvikið mega gjarnan hafa samband við Lilju í gegnum Facebook-síðu hennar en tengill inn á hana er hér beint fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu

Íris Dögg ráðin framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu