Málið verður tekið fyrir hjá undirrétti í Helsingør í Danmörku í vikunni. Ekstra Bladet segir að samkvæmt ákærunni þá hafi læknirinn brotið gegn konunni á margvíslegan hátt á fimm ára tímabili.
„Guð minn góður, hvað þú ert með flott brjóst. Ég ætti ekki að segja þetta, en þau sitja svo vel,“ er hann sagður hafa sagt við konuna þegar hann var að skoða hana.
Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa spurt hana hvort henni líkaði við munnmök og margoft er hann sagður hafa fengið hana til að setjast í kjöltu sína.
Hann er einnig ákærður fyrir að hafa kysst hana á kinn og munn. Þegar hann kom í vitjun heim til hennar er hann sagður hafa sett hönd sína undir skyrtu hennar og strokið henni á bakinu og kysst hár hennar.