fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Vanstilltur tölvupóstur Donald Trump vekur upp spurningar um geðheilsu hans – „Hann mun gera allt til að vinna kosningarnar“

Pressan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 13:30

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð fyrrum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, vakti upp spurningar í gær fyrir tölvupóst sem var sendur stuðningsmönnum sem þótti vægast sagt vanstilltur. Gagnrýnendur Trump segja hann farinn af límingunum og að tölvupósturinn hafi verið ógeðfelldur og jafnvel hættulegur.

Fréttamaðurinn Jim Acosta hjá CNN spurði í kjölfarið hvort að fyrrum forsetinn sé nú loksins orðinn „alveg stjórnlaus“ eftir að hann var sakfelldur í svokölluðu þöggunargreiðslu-máli skömmu fyrir mánaðamótin.

Fyrirsögn tölvupóstsins var: „Dragið fram fallöxina,“ en fyrrum forsetinn heldur áfram:

„Þau vilja mig AFHÖFÐAÐAN eftir þennan dóm. Og það er ekki bara ég sem þau vilja losa sig við, ÞAU ERU Í ALVÖRUNNI Á EFTIR YKKUR. “

Frá því að dómurinn féll hefur Trump gefið til kynna að hann ætli sér hefndir gegn andstæðingum sínum, ef hann nær aftur kjöri í nóvember. Hann spurði stuðningsmenn sína í gær hvort þeir væru nokkuð búnir að gleyma því sem grínistinn Kathy Griffin gerði árið 2017. Þá birtist mynd af henni þar sem hún hélt á Donald Trump grímu. Af grímunni virtist leka blóð, en í raun var um að ræða tómatsósu. Grínistinn sagði að um væri að ræða pólitíska ádeilu en uppátækið setti allt á hliðina og Trump, sem þá var forseti, fordæmdi grínistann.

Trump sagði í tölvupóstinum í gær:

„Öfga-vinstrið FAGNAÐI. Obama og Biden ÞÖGÐU! Og falsfréttamiðlarnir birtu myndina út um allt. SORGLEGI og HROTTALEGUR SANNLEIKURINN er sá að þetta er ENN draumur allra Trump-hatandi geðsjúklinga þarna úti.“

Mörgum þykir þessi skilaboð fyrrum forsetans ansi vanstillt og þau veki upp spurningar um geðheilsu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið