People segir að í tilkynningu frá lögreglunni komi fram að félagarnir hafi stolið Legokössum, að verðmæti allt frá 20 dollurum upp í rúmlega 1.000 dollar, úr verslunum víða í Kaliforníu.
Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili Siegel komu nokkrir áhugasamir kaupendur þangað en þeir höfðu séð auglýsingar frá honum á sölusíðum á Internetinu.
Rannsókn málsins hófst eftir að verslunareigandi í San Pedro tilkynnti um nokkra þjófnaði í desember á síðasta ári. Voru kennsl borin á Gudino í tengslum við þá þjófnaði.
Í byrjun mánaðar sáu lögreglumenn Gudino stela úr verslunum í Torrance og Lakewood og fara síðan með kassana heim til Siegel á Long Beach.