fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Íslensk bílaleiga komst ekki upp með að ofrukka viðskiptavin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 21:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa komst nýlega að niðurstöðu í máli sem viðskiptavinur bílaleigu sem starfar hér á landi beindi til nefndarinnar í lok síðasta árs. Hafði bílaleigan rukkað viðskiptavininn um 280.320 krónur í viðgerðarkostnað eftir að hann olli tjóni á bíl sem hann hafði leigt. Viðskiptavinurinn taldi hins vegar gjaldið vera langt umfram raunverulegan kostnað við viðgerðina og tók nefndin undir með honum og fyrirskipaði bílaleigunni að endurgreiða viðskiptavininum að fullu.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að maðurinn hafi raunar ekki krafist þess að fá endurgreiðslu að fullu heldur aðeins þess hluta gjaldsins, sem hann greiddi, sem hefði verið umfram eðlilegan viðgerðarkostnað miðað við umfang tjónsins sem hann olli á bílnum.

Fram kemur að ekki hafi borist nein andsvör frá bílaleigunni við kröfu mannsins.

Í úrskurðinum segir að maðurinn, sem ekki verður betur séð en að sé ekki íslenskur ríkisborgari, hafi leigt bílinn í viku í júní árið 2022. Á meðan maðurinn hafi verið með bílinn á leigu hafi hann bakkað á fyrirstöðu á vegi í miðbæ Reykjavíkur. Bíllinn hafi orðið fyrir tjóni hægra megin á afturstuðara. Við skil á honum hafi manninum verið gert að greiða áætlaðan viðgerðarkostnað að fjárhæð 280.320 krónur og hafi hann greitt á staðnum.

Í kvörtun sinni til nefndarinnar sagði maðurinn að hann hefði neyðst til þess að greiða þessa háu upphæð enda hafi hann verið á leiðinni í flug þegar hann skilaði bílnum. Þegar hann hafi komið heim til sín hafi hann haft samband við bílaleiguna og óskað eftir því að hún legði fram kostnaðarmat. Bílaleigan varð ekki við því og þá leitaði maðurinn til evrópsku neytendaaðstoðarinnar (e. Center for European Consumer Protection).

Hafi verið þeir einu sem gerðu við svona bíla

Evrópska neytendaaðstoðin hafði samband við bílaleiguna fyrir hönd mannsins og fékk þau svör að bílaleigan væri eini aðilinn hér á landi sem annaðist viðgerðir á þeirri tegund bíla sem maðurinn hafði leigt. Þess vegna hafi ekki verið gefinn út reikningur vegna viðgerðarkostnaðar vegna tjónsins.

Sáttatilraunir fyrir milligöngu neytendaaðstoðarinnar báru ekki neinn árangur.

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa kemur fram að samkvæmt skilmálum bílaleigunnar hafi umsamin hámarksgreiðsla mannsins vegna mögulegs tjóns á bílnum verið 3.200 evrur sem samkvæmt gengi dagsins í dag eru 478.400 íslenskar krónur.

Engin gögn og svör – Engin vissa

Nefndin segir það liggja fyrir að maðurinn hafi ollið tjóni á bílnum en upplýsa hafi þurft hvort gjaldið sem hann var látinn greiða hafi verið í samræmi við þann kostnað sem bílaleigan hafi borið af tjóninu.

Þar sem engin svör eða gögn hafi borist frá bílaleigunni liggi ekkert fyrir um raunverulegan kostnað hennar vegna tjónsins. Heldur liggi ekki fyrir hvort bílaleigan hafi fengið tjónið bætt hjá tryggingarfélagi sínu sem sé nauðsynlegt að komi fram til að hægt sé að meta hvort skaðabótaréttur hafi stofnast samkvæmt lögum. Sömuleiðis liggi ekki fyrir hvort viðgerð hafi raunverulega farið fram á stuðaranum skemmda og hvort bílaleigan hafi greitt fyrir hana.

Nefndin segist þar af leiðandi ekki geta séð á hvaða grundvelli bílaleigan krafði manninn um svo háa upphæð í viðgerðarkostnað. Skilmálar leigusamningsins um hámarksupphæð sem maðurinn myndi greiða vegna mögulegs tjóns leysi bílaleiguna ekki undan þeirri skyldu að sýna fram á umfang tjónsins vegna þess gjalds sem hún krafði manninn um.

Bílaleigunni ber því að endurgreiða manninum upphæðina í heild sinni, 280.320 krónur, en ekki bara þann hluta hennar sem telja hafi mátt umfram raunverulegan kostnað vegna tjónsins eins og maðurinn fór upphaflega fram á. Þar að auki þarf bílaleigan að greiða 35.000 krónur í málskostnað.

Uppfært kl 22:55

Samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála hefur bílaleigan 30 daga til að tilkynna að hún ætli sér ekki að una úrskurði nefndarinnar eftir að úrskurðurinn hefur verið kveðinn upp. Geri hún það verður hún færð á skrá yfir seljendur vöru og þjónustu sem una ekki úrskurðum nefndarinnar. Er sú skrá opinber. Seljendur eru fjarlægðir af skránni eftir eitt ár en Neytendasamtökin halda einnig úti skrá yfir viðkomandi seljendur. Eftir að úrskurður nefndarinnar hefur verið kveðinn upp geta aðilar málsins vísað ágreiningi sínum til dómstóla. Neiti bílaleigan að endurgreiða manninum verður hann því að höfða mál á hendur henni til að fá endurgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“
Fréttir
Í gær

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrúnu brá illa í morgun – „Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug“

Kolbrúnu brá illa í morgun – „Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“