fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Laug til um andlát móður sinnar áður en hann myrti foreldra sína – Sat inni og getur nú loks farið að eyða arfinum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem stakk foreldra sína til bana getur nú loksins eytt 1,5 milljónum punda sem hann erfði frá þeim þar sem hann er laus úr fangelsi.

Daniel Dighton var 35 ára þegar hann stakk foreldra sína, Barry, 61 árs fyrrum skólastjóra, og Elizabeth, 60 ára, kennara, til bana á heimili þeirra í Campden Road í suður Croydon í Englandi, þann 30. september 2009. 

Dighton var sýknaður af morði, en árið 2010 fann kviðdómur hann sekan um manndráp, 11 sögðu hann sekan, en einn vildi sýkna hann. Dighton var sagt að hann þyrfti að sitja inni að lágmarki í 15 ár og yrði aðeins látinn laus ef talið væri að hann væri ekki lengur hættulegur samfélaginu.

Dighton var 35 ára þegar hann myrti foreldra sína í kjölfar rifrildis.

MailOnline greinir frá því skilorðsnefnd mælti með því í september í fyrra að Dighton, sem nú er 49 ára, yrði látinn laus. Var þetta í annað sinn sem Dighton fór fyrir skilorðsnefndina.

Talsmaður skilorðsnefndarinnar sagði: „Við getum staðfest að skilorðsnefnd hefur fyrirskipað lausn Daniel Dighton eftir munnlega yfirheyrslu. Ákvarðanir nefndarinnar beinast eingöngu að því hvort samfélaginu stafar hætta af viðkomandi fanga ef hann yrði látinn laus og hvort samfélagið ráði við slíka hættu. Nú verður skoðað vandlega mikið magn sönnunargagna, þar á meðal upplýsingar um upprunalega glæpinn og allar vísbendingar um breytta hegðun fangans, auk þess að kanna skaðann og áhrifin sem glæpurinn hefur haft á fórnarlömbin. Meðlimir þeirrar nefndar munu lesa og melta hundruð blaðsíðna af sönnunargögnum og skýrslum í aðdraganda munnlegrar skýrslutöku. Sönnunargögn frá vitnum eins og skilorðsvörðum, geðlæknum og sálfræðingum, embættismönnum sem hafa eftirlit með geranda í fangelsi sem og persónulegum skýrslum fórnarlamba má gefa við yfirheyrsluna. Það er staðlað að fangi og vitni séu yfirheyrð ítarlega á meðan á yfirheyrslum stendur sem oft taka heilan dag eða lengur. Ákvarðanir um reynslulausn eru unnar mjög ítarlega og af mikilli varkárni. Það er forgangsverkefni okkar að vernda almenning.“

Þarf að hlýta ýmsum skilyrðum þó hann sé frjáls maður

Dómsmálaráðuneytið staðfesti að Dighton var látinn laus með leyfi þann 19. október 2023. Hann hefur því aðeins setið í fangelsi í 13 ár fyrir tvöfalt morð auk tímans sem hann sat í gæsluvarðhaldi. Honum verða settar ýmsar skorður, þar á meðal að búa í húsnæði samþykktu af yfirvöldum og listi yfir einstaklinga sem hann má vera í sambandi við þarf jafnframt að vera samþykktur af yfirvöldum.

Talsmaður HM fangelsismálastofnunar sagði: „Ákvörðunin um að sleppa Daniel Dighton var tekin af óháðri skilorðsnefnd eftir ítarlegt áhættumat. Hann sætir nú skilorðseftirliti og getur verið kallaður aftur til afplánunar ef hann brýtur ströng leyfisskilyrði.“

Foreldrar Daniels.

Heldur arfinum þar sem dómurinn var manndráp ekki morð

Evening Standard greindi frá því í apríl 2012 að Dighton myndi erfa 1,5 milljón punda auðæfi foreldris síns sem eini erfingi þeirra vegna þess að hann var dæmdur fyrir manndráp en ekki morð. Samkvæmt enskum hegningarlögum hefði hann misst tilkall til arfsins ef hann hefði verið dæmdur fyrir morð. 

Fyrir dómi kom það fram að Dighton hefði verið dragbítur á foreldrum sínum þar sem „hann sýndi engan metnað og eyddi dögum sínum í að vafra um heimilið og nóttunum í að drekka“.

Foreldrar hans þurftu að læsa peninga sína inni til að koma í veg fyrir að sonurinn stæli þeim og sólundaði í vitleysu. Eftir morðið á þeim fann lögreglan miða sem stóð á: „Vinsamlegast ekki taka meira af drykkjunum okkar“.

Crispin Aylett QC, saksóknari, sagði að Dighton hefði verið timbraður daginn sem hann drap foreldra sína eftir að hann kom heim seint eftir drykkju fram á nótt sem endaði á nektardansstað. Foreldrar hans eyddu morgninum í að versla fyrir fyrirhugaða fjölskylduferð í sumarbústað sem þau áttu í Normandy í Frakklandi.

„Þau komu heim um hádegisbil og þar lá sonur þeirra enn í rúminu og timbraður. Deilur brutust út á milli þeirra, svona rifrildi sem búast mætti við ef þú værir með ungling á heimilinu ekki 35 ára gamlan karlmann,“ sagði Aylett fyrir dómi.

„Ákærði vopnaði sig með tveimur hnífum og stakk báða foreldra sína til bana með hrottalegri grimmd. Hann stakk föður sinn fjórum sinnum. Móðir hans var þó leikin mun verr,  hún var stungin yfir 20 sinnum.“

Nágranni heyrði öskur hennar og hringdi í lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir föðurinn látinn í hægindastól og móðurina liggjandi á stofugólfinu, bæði látin. Dighton fannst í risi hússins þar sem hann sat og reykti sígarettu.

Daniel er laus eftir 13 ár í fangelsi.

Við handtökuna sagði Dighton: „Þetta er bara rifrildi sem fór úr böndunum. Ég missi venjulega ekki svona stjórn á mér. Ég vildi að ég gæti spólað til baka.“

 

Hann sagði síðar í viðtali við sálfræðing að hann hefði misst stjórn á sér þegar móðir hans hefði kallað hann hálfvita. Þegar hann réðst á móður sína hafi hún öskrað á hann að hætta. 

„Ég öskraði eitthvað til baka og hún sagði „Hvað ertu að gera Danny? Ég elska þig“.

Dómstóllinn sagði að hann hefði búið hjá foreldrum sínum allt sitt líf, fyrir utan stuttan tíma þegar hann bjó í íbúð sem þau höfðu keypt handa honum til að reyna að gera hann sjálfstæðari.

Laug að félögum að móðir hans væri látin og að hann væri að vinna erlendis

Dighton fékk sitt fyrsta starf sem aðstoðarmaður umsjónarmanns við Elmhurst drengjaskólann í Croydon í Suður-London, þar sem faðir hans var skólastjóri þar til hann fór á eftirlaun árið 2006. Dighton var þá gerður að aðstoðarkennara en sagði upp störfum í júlí 2009 eftir að hafa fengið starf í Tælandi. Ekkert varð þó af því starfi, og skammaðist Dighton sín fyrir að segja vinum sínum á The Folly kránni frá því og sendi þess í stað skilaboð og lét sem hann væri að vinna erlendis.

Hann sneri aftur fjórum vikum síðar, sagði móður sína látna og bauð vinum sínum í  „jarðarför“ hennar. Þeir skipulögðu söfnun fyrir krans og keyrðu að hverri kirkju á svæðinu til að vera við jarðarförina. Dighton hitti síðan félaga sína á kránni og sagði jarðarförina hafa gengið vel.

Hann sagðist vera á leið aftur til Tælands og nokkrum dögum síðar sendi hann skilaboð til vinar síns þar sem hann sagði að það væri „40 gráður og hann væri að fara að hitta kærustuna sína“. Fjórum vikum síðar kom Dighton aftur á krána og sagði vinum sínum að starfið hefði ekki gengið upp. Til þess að halda uppi lyginni um að hafa verið erlendis fór hann í brúnkusprautun.

Geðlæknir ákæruvaldsins lýsti Dighton sem sjúklegum lygara.  Aldrei hefði hann sagt kráarvinum sínum að hann byggi heima hjá foreldrum sínum.

Dómarinn Timothy Pontius sagði við Dighton: „Þetta var sannarlega hræðileg villimennska. Fjölskylda þín var alltaf ástrík og samheldin fjölskylda. Foreldrar þínir voru ástúðlegir, gjafmildir og ástríkir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum