fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Pressan
Föstudaginn 14. júní 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku kom til skotbardaga á milli bandarísku strandgæslunnar og smyglara um 40 km norðan við Puerto Cabello í Venesúela. Þar kom áhöfn strandgæsluskips auga á bát, á alþjóðlegri siglingaleið, sem grunur lék á að væri notaður til að flytja fíkniefni.

Bandaríska skipið var þarna við eftirlit ásamt hollenska herskipinu Groningen. Áhöfn bátsins var skipað að nema staðar en sinnti því ekki. Þess í stað var stefnu bátsins breytt og siglt hratt í átt að eftirlitsbát, sem var mannaður af hollenskum og bandarískum sjóliðum.

Sjóliðarnir skutu þá á bátinn þar sem hætta var á að hann myndi sigla á bát þeirra. The Guardian segir að þá hafi kviknað í bát smyglarana og hann sokkið. Aðstoð var fengin frá flugvélum og skipum til að leita þriggja manna sem lentu í sjónum þegar kviknaði í bátnum. Aðrir bátsverjar voru handteknir.

Tæplega 2,2 tonn af kókaíni fundust á vettvangi.

Á mánudaginn handtók áhöfn annars strandgæsluskips níu smyglara um 120 km suður af St Croix á Bandarísku Jómfrúaeyjum. Áður en þeir voru handteknir, náðu þeir að henda fjölda grunsamlegra pakka fyrir borð. Sjóliðunum tókst að ná mörgum þeirra auk pakka sem voru í bátnum. Þetta reyndust vera 245 kg af kókaíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum