fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Drepinn í gærkvöldi

Pressan
Miðvikudaginn 12. júní 2024 08:11

David Hosier. Mynd/Missourians to Abolish the Death Penalty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Hosier, 69 ára fangi á dauðadeild í Missouri í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gærkvöldi.

Tíu ár eru síðan Hosier hlaut dóm fyrir að drepa fyrrverandi elskhuga sinn Angelu Gilpin, og eiginmann hennar, Rodney, árið 2009. Mike Parson, ríkisstjóri Missouri, hafnaði í fyrradag beiðni verjenda Hosier um að fresta aftökunni og fór hún því fram á tilsettum tíma.

Sjá einnig: Nú á að drepa mig fyrir glæp sem ég framdi ekki

Banvænum skammti af svefnlyfinu Pentobarbital var dælt í líkama Hosiers og hætti hann að hreyfa sig nokkrum sekúndum síðar. Hann var svo úrskurðaður látinn klukkan 18:11 að staðartíma í gærkvöldi.

Hosier og Angela höfðu átt í ástarsambandi á meðan Angela var enn gift eiginmanni sínum, en hún batt endi á sambandið til að freista þess að laga hjónabandið. Samkvæmt saksóknurum var Hosier allt annað en sáttur við þá ákvörðun.

Hosier neitaði staðfastlega sök í málinu og var bent á það í umfjöllun fjölmiðla að saksóknarar hefðu ekki búið yfir neinum beinum sönnunargögnum um að hann hefði verið á vettvangi þegar morðin voru framin.

„Það eru allir hræddir við dauðann. Það er eitthvað að þeim sem segjast ekki vera hræddir við dauðann,“ sagði hann í viðtali sem hann veitti breska blaðinu Mirror í fyrradag. Hann sagði að trúin og samskipti við vini og vandamenn hefðu hjálpað honum að halda geðheilsunni á síðustu árum og vitneskja hans um það að hann framdi engan glæp.

„Ég veit að ég er saklaus. Ég var ekki á staðnum og drap ekki þetta fólk. Punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri