fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Forsetasonurinn er sekur

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 15:43

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hunter Biden, eini eftirlifandi sonur Bandaríkjaforseta, Joe Biden, var í dag sakfelldur í öllum ákæruliðum í máli sem ákæruvaldi höfðaði gegn honum út af broti gegn vopna- og fíkniefnalöggjöf. Biden var ákærður fyrir að hafa haft skotvopn í sínum vörslum á meðan hann neytti fíkniefna.

Vel hefur gengið að sannfæra kviðdóm málsins sem tók sér aðeins þrjár klukkustundir til að komast að einróma niðurstöðu. Þau brot sem Hunter er sekur um geta varðað fangelsi allt að 10 árum, en sá háttur er hafður í Bandaríkjunum að fyrst kveður kviðdómur upp dóm sinn um sekt eða sýknu. Refsinguna ákveður svo dómari í sérstöku þinghaldi.

Að sögn NBC starði Hunter fram fyrir sig á meðan dómurinn var lesinn upp. Hann kinkaði svo kolli og tók í hendur á þeim sem störfuðu að vörn hans eða mættu til að styðja hann. Hann brosti þá og faðmaði lögmenn sína, Abbe Lowell og David Kolanski. Hann stóð loks upp og kyssti eiginkonu sína, Melissa Cohen-Biden.

Eitt helsta vitni ákæruvaldsins var fyrrverandi eiginkona Hunter sem vitnaði til um að hafa fundið krakkpípur og álíka notað til fíkniefnaneylsu, í fórum Hunter. Brot Hunter felst fyrst og fremst í því að hann hafi ekki upplýst  um fíknisjúkdóm sinn þegar hann sótti um leyfi til að kaupa sér skotvopn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu