Eftir umfangsmikla leit í síðustu viku, sem 650 manns tóku þátt í, fundust Grisha, 12 ára, og Vika Krepp, 10 ára, á lífi í skógi í Slobodo-Turinsky héraðinu í Rússlandi. Mikið er af úlfum í skóginum en Beagle hundarnir þeirra náðu að hrekja úlfana á brott þegar þeir gerðust nærgöngulir.
Börnin voru týnd í 4 daga eftir að þau urðu viðskila við afa sinn í veiðiferð.
Þau sögðu björgunarmönnum að úlfar hefðu nálgast þau í skóginum en hundarnir tveir hefðu hrætt þá á brott.
Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar og þar hittu þau móður sína.